Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 53
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
327
heldur sé það hugsjónaeldurinn og hæfileikarnir sem úr skeri, og
bendir á dæmi Norðmanna til samanburðar og sé ekki ólíkt
hvernig leiklistin hafi þróast hjá þeim og okkur.45
Eitthvað greindi menn á um í hverju tilboð Kambans fólst fjár-
hagslega, en eftir á að sjá virðist það þó ekki hafa verið óaðgengi-
legt. Kamban gerði þar ráð fyrir að hann stæði fyrir leiksýningum
30-40 kvöld sem kannski var fullbjartsýnt, en á hverju kvöldi
skyldi Leikfélagið hafa í tekjur 100 kr. í hreinan ágóða; Kamban
skyldu engin föst laun tryggð, en fá afganginn af því sem inn
kæmi, ef eitthvað væri. Kannski hraus Leikfélagsmönnum hugur
við svo bindandi samningum, m.a. í ljósi þeirrar úttektar sem Ind-
riði Einarsson gerði í tilefni af þrítugsafmæli félagsins og birtist í
Lögréttugreininni.46 Á hinn bóginn stóð fjárhagur leikhússins aldrei
það traustum fótum, að stöðugt þyrfti ekki að taka áhættu. En hér
brá óneitanlega til nokkurra nýmæla.
Fleira kom auðvitað til. Félagið var sem sagt búið að gera bind-
andi samning við Davíð Stefánsson og farið að undirbúa sýningu
á leik hans um munkana. Kamban ætlaðist augljóslega til að þeim
samningum skyldi rift og fallið frá öllum öðrum áformum og hon-
um gefnar frjálsar hendur út leikárið. Þar á meðal það sem ámálg-
að hafði verið við Adam Poulsen um að koma aftur í gestaleik, þó
að á þessum dögum yrði reyndar ljóst að af því gæti ekki orðið,
eftir því sem Soffía Guðlaugsdóttir upplýsir í áðurnefndu viðtali
til stuðnings Kamban.47 Þessi þvergirðingslega afstaða Kambans
hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Hvort Leikfélagið raunveru-
lega gerði gagntilboð um að hann stæði fyrir einni sýningu þá um
vorið ellegar kæmi til starfa fyrir félagið næsta haust er ekki alveg
fyllilega ljóst.48 Hitt er ljóst, að brátt hljóp slík harka í deiluna að
samvinna var næsta óhugsandi í bráð.
Kannski var þarna líka einhver rígur af þjóðernislegum toga;
látið hefði verið að því liggja sem særandi hefur þótt, að íslensku
45 Indriði Einarsson, Lögrjetta, 24. mars 1927.
46 Indriði Einarsson, Lögrjetta, 24. mars 1927.
47 Morgunblaðið, 24. febrúar 1927.
48 Kristján Albertsson, Morgunblaðið, 13. mars 1927, gefur í skyn að svo hafi ekki
verið.