Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 79
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
353
Það lætur að líkum að listamanni með metnað og skapferli
Kambans var misboðið. Þrjú síðustu leikverk hans, Sendiherrann frá
Júpíter, Öræfastjömur og nú Skálholt, höfðu nú öll fengið fremur
óblíðar móttökur og dræma aðsókn. Hann átti ekki á vísan að róa
með vinnu sem leikstjóri í leikhúsunum. Leikstjórnarhæfileikar hans
höfðu æ ofan í æ verið dregnir í efa, gefið í skyn að hann spillti fyrir
verkum sínum. En starfsorkan var óbilandi, sem og metnaðurinn.
Varla hafði hann lokið við sagnabálkinn úr Skálholti er hann bjó út
enn eina skáldsögu, sem hann nefndi 30. Generationen eða Þrítug-
ustu kynslóðina, því honum taldist svo til, að þær kynslóðir sem
byggt hefðu Island væru orðnar þrjátíu. Og honum hafði alltaf verið
í mun að nútíðar-Islendingar væru nútíma-Islendingar.
Það er orðið of þröngt um hann í Danmörku og honum finnst
hann vanmetinn. Hann leggst í víking og gerir aðra tilraun í hinum
enskumælandi heimi. Hún mistekst og hann þrýtur fé.112 Þrauta-
lendingin verður Þýskaland, þar sem skáldsögum hans um Skál-
holt hafði verið tekið opnum örmum. Hann vill koma leikritum
sínum á heimsmarkað. Og hann semur nýja skáldsögu, áður-
nefnda Vítt sé ég land ogfagurt. Hugurinn er þrátt fyrir allt heima
öðrum þræði, þó að honum sé jafnmikið í mun að nema ný lönd.
En ef honum þykir sér misboðið og hann vanmetinn, þá er eina
leiðin til að sýna að aðrir kunni að meta hann sem skáld og leik-
húsmann — að snúa sér til Þýskalands. Og ögra þannig þeim sem
ekki vilja láta hann njóta sannmælis eða beinlínis svipta hann
atvinnugrundvelli.
efter at undgaa Teater paa Teatret som enkelte af vore Dramatikere stadig er
besjælet af! Kamban der som Digter, som episk Forfatter har gjort saa
beundringsværdige Fremskridt i de senere Aar, har aabenbart gjort disse
Fremskridt paa Bekostning af sit dramatiske Syn. Han er Digter, maaske mere
end for. Dramatiker er han mindre end nogensinde. Handlingen i „Paa
Skalholt" byder i Virkeligheden paa ypperligt dramatiskt Raastof: en
spændende original Handling, farverigt Milieu, virkningsfulde „stærke"
Figurer. Hvad vil man vel mere? ... I en virkelig Teatermands Hænder laa en
dramatisk Virkning ... Af en stor Roman med dramatisk Stof er der blevet et
scenisk Misfoster ... Slaget var tabt.“ Dagens Nyheder, 17. febrúar 1934.
112 Sjá Kristján Albertsson í inngangi að Guðmundur Kamban, Skáldverk I.
Endurprentað í Kristján Aibertsson, Menn og málavextir, Reykjavík 1988,
bls. 85.