Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 67
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
341
allt Kamban að þakka. Allur hans kraftmikli og skáldlegi skaphiti, eitthvað
djúpt ljóðrænt og heimulegt í lunderni hans skildi þessa Klöru Sang og
hann fékk mig til að fylgja sér eftir eins langt og kraftar mínir báru mig ..,78
Thorkild Roose sem var leikhússtjóri og fór með hitt aðalhlut-
verkið, Ernest, var svo ánægður með samvinnuna við Kamban, að
hann fól honum tvö ný verkefni í Dagmar-leikhúsinu. Þetta voru
leikirnir Prófessor Storitsyn eftir rússneska skáldið Leonid And-
rejev, þar sem Roose sjálfur og Bodil Ipsen fóru með aðalhlut-
verkin, og svo uppsetning á áðurnefndu nýju verki eftir Kamban,
De arabiske Telte (Arabatjöldin eða Tjaldað til einnar nœtur), í
september 1921.79 Það var hins vegar Poul Nielsen sem hafði leik-
stýrt Konungsglímunni á Konunglega leikhúsinu 1920; þar urðu
sýningar 10. Hér hafði áðurnefndur Louis Levy snúið við blaðinu
og bar lof á leikinn, en dómar voru reyndar misjafnir.80
Andrejev varð frægastur fyrir leikritið um „Manninn sem fékk
utan undir“. Prófessor Storitsyn sem ekki varð eins þekkt verk, var
eitt af þeim leikritum sem skaut upp kollinum á leikhúsum víða í
álfunni á þessum árum og t.d. var það sýnt í Þjóðleikhúsinu norska
1920 og þótti gott.81 Danska sýningin gekk 21 sinni. Viðtökur við
78 „Kamban satte levende og temperamentsfuldt i scene. Han var stor som iscene-
sætter, han havde evne til at fá skuespilleren til at udvikle sig til sit storste
format. At min Klara Sang i „Over Evne“ mange ár senere lykkedes sá nogen-
lunde, var afgjort Kambans skyld. Hele hans kraftfulde, digteriske tempera-
ment, noget dybt poetisk og hemmelighedsfuldt i hans sind, forstod denne
Klara Sang, og han fik mig til at falge sig sá langt jeg orkede ..." Clara Pon-
toppidan, Eet Liv - mange Liv, Erindringer I, Kobenhavn 1949, bls. 320.
79 Sbr. Kristján Albertsson, Morgunblaðið, 27. febrúar 1927. Kristján segir Roose
hafa valið Kamban fram yfir einhvern af föstum leikstjórum Dagmarleikhúss-
ins, t.d. Henri Nathansen. Litið er á þessi Dagmarár Rooses sem óvenjulega vel
heppnuð leikár; þarna var til dæmis hin fræga sýning á Dauðadansi Strindbergs
með Bodil Ipsen og Poul Reumert í aðalhlutverkunum (1920).
80 „Denne Forfatter er helt ægte“ (Þessi höfundur er ekta). Sjá Tilskueren 1920, 2,
bls. 315-316. Leikritið hafði komið út í bókarformi 1915. Sjá Julius Clausen,
Berlingske Tidende, 29. september 1915, og Poul Levin, Tilskueren, nóvember
1915. Kamban hafði þá látið þess getið að sú staðreynd, að leikurinn var ósýnd-
ur væri forsenda fyrir því að hann skrifaði vart fleira á dönsku, reri nú á ný mið
og færi til Ameríku. En væntanlega gekk honum fleira til. Sjá Berlingske
Tidende, 26. september 1915.
81 Sjá Nils Johan Ringdal, Nationaltheatrets historie, bls. 134.