Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 38
312
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
nánast breskum stíl, og efnistökin í Skálholti lúta lögmálum hins
sögulega efnis. Leikrit sem fannst í fórum hans að honum látnum,
má ef vill túlka sem friðarboðskap.14
Forvitnilegra frá hugmyndafræðilegu sjónarmiði er að kanna
greinasafnið Kvalitetsmennesket sem hann gaf út snemma á stríðs-
árunum með greinum sem honum þótti þess virði að halda til haga
af því sem hann hafði skrifað í blöð undanfarin ár, aðallega Ber-
lingske Aftenavis. Flestar greinarnar fjalla um fagurfræðileg efni
eða íslensk málefni. Aðeins þrjár greinanna má flokka undir heim-
speki eða pólitík. I grein sem bókarheitið er dregið af virðist hann
aðhyllast einhvers konar siðferðilegan ofurmennahúmanisma, en
tekur þó skýrt fram að enda þótt að hann sjái vankantana á lýð-
ræðinu hafni hann því ekki. Litla grein, skáldlega framsetta, með
samtali við skugga, má túlka á marga vegu, en lýsir kannski fyrst
og fremst ugg skáldsins og stríðsótta. Og hann hafði skrifað grein
í Politiken nokkrum árum fyrr (1932) sem nefndist „Sjúkleiki
Evrópu" og þar veist gegn þjóðernisstefnu almennt.15
Við þriðju greinina í Kvalitetsmennesket er þó ástæða til að
staldra. Kamban hafði nefnilega fallist á að flytja einn af fyrir-
lestrum í röð sem Þjóðverjum hafði tekist að þvinga upp á danska
útvarpið svo snemma sem í desember 1940; þessir fyrirlestrar voru
kallaðir „forstaaelsesforelæsninger" og var eins og nafnið bendir
til ætlað að efla skilning milli Þjóðverja og Dana. Þeir voru skipu-
lagðir af dönskum útvarpsmönnum. Fyrirlestur Kambans sem
fjallaði um þegnskylduvinnu féll víst ekki Þjóðverjum að öllu leyti
vel í geð, því að Kamban hélt því fram að þegnskylduvinna væri
norræn uppfinning, og alls ekki þýsk, og nefndi Hermann Jóns-
14 Þennan leik virðist Kamban hafa verið að skrifa á stríðsárunum eða nýbúinn að
ljúka er hann lést. Hann sýnist eiga að gerast í Svíþjóð, ef marka má heiti
persónanna og loks í Frakklandi eftir stríðið, og þar kemur fram ákveðin
hlutleysisstefna og viðbjóður á öllu stríðsbrölti. Sjá Þúsund. mílur, Guðmundur
Kamban, Skáldverk Vlí, Reykjavík 1969, bls. 283. í grein í Skími dregur Helga
Kress reyndar í efa að leikurinn sé eftir Kamban, þó að hann hafi fundist í
fórum Gísla Jónssonar, bróður skáldsins; hann gæti verið uppkast að þýðingu
eða leikgerð skáldsögu. Sjá Helga Kress, „Guðmundur Kamban og verk hans“,
Skímir 1970, bls. 164-184.
15 Politiken, 21. maí 1932.