Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 242
516
GUNNAR J. ÁRNASON
SKÍRNIR
farteskinu að reyna að efna til umræðna við íbúa í bænum um það
með hvaða augum umheimurinn liti á og ræddi um Bandaríkin.
Sýning Hlyns var opnuð í sýningarsal stofnunarinnar í Marfa 22.
ágúst 2002, tæpu ári eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september og
rúmu hálfu ári áður en Bandaríkin réðust inn í írak, í mars 2003.
Á þeim tíma var mikill áróður í gangi af hálfu Bush-stjórnarinnar
til að sannfæra heimsbyggðina um að Saddam Hussein réði yfir
gereyðingarvopnum og væri hluti af samsæri um að koma
Vesturlöndum á kné. Bush var búinn að lýsa yfir stríði gegn hryðju-
verkum og marka þá stefnu að ráðast að hryðjuverkamönnum
hvar sem þá væri að finna. Um þær mundir sem Hlynur kemur til
Texas, heimafylkis Bush-fjölskyldunnar, fór gagnrýni á stefnu
stjórnvalda vaxandi, sérstaklega í Evrópu, og sömuleiðis óx tor-
tryggni Bandaríkjamanna gagnvart umheiminum.
Sýningarsalurinn var auður að öðru leyti en því að Hlynur
hafði skrifað slagorð á vegginn með málningarbrúsa eins og þeim
sem veggjakrotarar nota. Slagorðin voru bæði á ensku og spænsku,
og voru í anda þeirra gagnrýnu radda sem þá voru orðnar háværar
í Evrópu: „The real axis of evil are Israel, USA and the UK“,
„George W. Bush is an idiot“, „Ariel Sharon is the top terrorist".
Viðbrögð meðal íbúa í nágrenninu létu ekki á sér standa og
kvörtunum rigndi inn, m.a. til bæjarstjórans í Marfa sem krafðist
þess að byrgt yrði fyrir glugga sýningarsalarins svo að slagorðin
sæjust ekki utan af götu. Hlynur lét undan þrýstingi og hélt nýja
sýningu, eða enduropnaði fyrri sýningu viku seinna, með því að
mála yfir slagorðin og skrifa ný sem voru líklegri til að falla íbúum
í geð: „The axis of evil is North Korea, Iraq and Iran“, „George
W. Bush is a good leader", „And Iceland is not a banana republic".
Breytingarnar féllu ekki í góðan jarðveg, annars vegar fannst
listamönnum í bænum eins og Hlynur hefði látið ritskoða sig, en
almenningi fannst eins og verið væri að gera lítið úr sér með því að
gera mönnum upp skoðanir. Þetta varð þó til þess að úlfúðin í
kringum sýninguna vakti athygli út fyrir fylkið því að stórblaðið
New York Times komst í málið og birti grein þar sem málavextir
voru raktir. í greininni er rætt við Hlyn sem var á leið úr landi og
var á honum að heyra að hann væri ekki fyllilega sáttur við við-