Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 222
496
ÞORVALDUR GYLFASON
SKÍRNIR
skiptaráð íslands gekk svo langt 2006 að greiða Frederic Mishkin prófessor
í New York 135 þúsund Bandaríkjadali fyrir að leggja nafn sitt við ámátt-
lega skýrslu þess efnis, að allt væri enn í himnalagi í fjármálum Islands.
Upplýsingarnar um þóknun Viðskiptaráðs til Mishkins birtust fyrst í Wall
Street Journal fyrir skömmu. Mishkin ætti að sjá sóma sinn í að skila fénu
aftur til íslands, til dæmis til Mæðrastyrksnefndar, og það mættu ýmsir
aðrir menn gera.
Ofvöxt bankanna þarf einnig að skoða í samhengi við peningamála-
stjórnina. Bankarnir áttu sér ekki traustan og trúverðugan bakhjarl, sem
gat haldið verðbólgu í skefjum og veitt þeim nauðsynlega fyrirgreiðslu í
erlendri mynt, úr því að Seðlabankinn vanrækti þrátt fyrir ítrekaðar áskor-
anir að byggja upp öflugan gjaldeyrisvarasjóð til að vega á móti erlendri
skammtímaskuldasöfnun bankanna. Þrákelkni ríkisstjórnarinnar og Seðla-
bankans fyrir hönd krónunnar í nafni sjálfstæðrar peningamálastjórnar
og óskoraðs fullveldis hefur nú í reyndinni teflt fjárhagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar í tvísýnu um sinn.
Ekkert vit, engin loemja
Það hefði átt að blasa við hverjum heilvita manni, að umsvif útrásarvík-
inganna og vina þeirra í bönkunum og stjórnmálaheiminum náðu engri
átt. Enginn atvinnurekstur stendur undir svo augljósri vitleysu. Tökum
kvótakónginn, sem keypti sér þyrlu, af því að honum hentaði ekki stunda-
tafla áætlunarflugsins milli lands og eyja. Tökum bankaeigandann, sem
byggði sér hús í Reykjavík með skotheldum rúðum í gluggum og full-
búinni skurðstofu inni í íbúðinni. Tökum allt fólkið, sem keypti sér rándýr
hús til þess eins að sprengja þau í loft upp og byggja enn dýrari hús á
lóðunum. Tökum bankastjórana og starfsmenn þeirra, sem tóku sér laun,
sem stóðu bersýnilega í engu samhengi við vinnuframlag þeirra, eins og
kom á daginn. Tökum nýbyggingarnar í þjóðgarðinum á Þingvöllum,
sem á þó að heita friðlýst land. Ekkert af þessu náði nokkurri átt, og
mætti þó hafa listann miklu lengri.
Taumlaus græðgin í bönkunum tók út yfir allan þjófabálk. Eigendur
bankanna röðuðu stjórnmálamönnum í kringum sig öðrum þræði að því
er virðist til að kaupa sér frið. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra, sat til dæmis í
stjórn sjóða Glitnis þar til bankinn hrundi. Hvað var hann að gera þar?
Eigendur bankanna notuðu þá til að lána sjálfum sér og fyrirtækjum sín-
um til vafasamra fjárfestinga og fólu stjórnendum og starfsmönnum bank-