Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 100
374
PÁLL BJARNASON
SKÍRNIR
hætti.31 Tilefni kvæðisins var að sumardaginn fyrsta sá Jónas
kaupskip sigla að landi og vonaðist eftir bréfum frá Kaupmanna-
höfn. Jónas sendi Tómasi kvæðið til að lýsa vonbrigðum sínum en
Tómas slær þessu upp í glens, segist hafa gert hann að skáldi með
því að láta hann bíða í óþreyju eftir bréfi. „Hver veit nema ég gjöri
þig einhvörn tíma oftar skáld upp á þennan máta.“ Hann segir
annars ekkert um kvæðið nema honum finnst sldpar í lokin „skrít-
ið“ orð:
Glatt er lið á götustéttum,
glápa sperrtir búðaslápar.
Tómas sleppir öllu hrósi, hvað þá að hann hvetji Jónas til að halda
áfram á þessari braut.
Síðar í sama bréfi (okt. 1830) tekur Tómas enn til við að brýna
Jónas, en er nú gætnari, a.m.k. framan af. Hann lýsir því í löngu
máli hvað Lárusi Sigurðssyni vegni vel, „enginn hefir byrjað eins
vel íslendingur, sem hingað hefir komið, og kem ég valla til að
iðrast að ég hefi svo mikið hvatt hann til þess.“ Augljós brýning
felst í þessu og Tómas færist í aukana: „Þykir þér þá betra, lags-
maður, að slóra þarna í Reykjavík...? Ætli ég þurfi þá aldrei að
vænta þín? Ætli þú látir þér þá nægja með að skarta fyrir stúlkun-
um í Reykjavík? ... Það eru ekki fötin sem gjöra okkur stóra eða
álitna, en þau geta gjarnan gjört okkur litla og hlægilega í skyn-
samra augum.“ Hann brýnir Jónas líka með því að vísa til gáfna
hans og hæfileika: „Það eru svo fáir af löndum sem hafa efni og
vilja til að gera veslings hólmanum okkar dálítið gagn, — en þú
hefir hvort tveggja, því með „efnum“ meina ég ekki spesíur, held-
ur það sem gefur spesíurnar, réttilega brúkað."
I næsta bréfi Tómasar, haustið 1831,32 þriðja haustið sem dróst
að Jónas kæmi til Hafnar, er uppgjafartónn: „Héðan af skaltu því
ráða hvað þú gjörir fyrir mér. Það dugir ekki þó ég vilji, þegar þú
ekki vilt.“ Tómas læðir þó enn út því trompi að hann sjái í Jónasi
álitlegastan arftaka Finns Magnússonar prófessors og félagsmála-
31 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar 1989 1:48.
32 Bréf Tómasar Sœmundssonar 1907:91-96 (dags. 3. okt. 1831).