Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 4
Í fyrsta tölublaði ársins er víða stungið niður fæti og viðfangsefnin jafn ólík og þau eru mörg en þau eiga það öll sameiginlegt að hverfast um hjúkrun. hjúkrun heim- ilislausra og jaðarsettra, hjúkrun aldraðra, hjúkrun kvenna í fangelsum, saga hjúkr- unarskráninga, samþætt hjúkrun, kynjahlutfall í hjúkrun og hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna. Ég hef alltaf dáðst að fólki sem flyst búferlum á vit nýrra ævintýra. Það krefst hug- rekkis að fara úr sínu kunnuglega umhverfi og því öryggi sem því fylgir og flytja til nýs lands, læra nýtt tungumál og kynnast nýju fólki og nýrri menningu arri öl- skyldu og vinum. Á annað hundrað hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna starfa nú á Landspítala og eru þeir um 7% af þeim hjúkrunarfræðingum sem starfa á sjúkrahúsinu. Til að auka öryggi þeirra í starfi sem og að leggja grunn að farsælum starfsferli hefur menntadeild Landspítala staðið fyrir starfsþróunarnámi fyrir er- lendra hjúkrunarfræðinga sem hafa starfað á Landspítala innan við ár. nokkrir á meðal þeirra deila með okkur reynslu sinni og hvaða erfiðleikum þeir stóðu frammi fyrir. Þeim ber öllum saman um mikilvægi þess að læra tungumálið. „Tungumálið! Það er á brattann að sækja alla daga fyrir alla útlendinga.“ Og það skiptast á skin og skúrir: „Ég hef grátið eir vinnudag og ég hef fundið vanmátt minn …“ Einn líkti ferðalaginu við rússíbanareið. „Lífið hér er eins og rússíbani, það fer upp og niður og það er undir hverjum og einum komið hvernig þeir njóta ferðarinnar.“ Þorgerður ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar sömuleiðis um reynslu sína af því að starfa í Danmörku sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. „Í marga mánuði fannst mér ég vera ótrúlega leiðinleg og litlaus því ég gat hvorki verið fyndin á dönsku né svarað fyrir mig ef mér misbauð … Það kom fyrir að ég móðgaði starfsfólk og sjúklinga með rangri orðanotkun, tónfalli eða áherslum … Ég varð dauðþreytt að loknum vinnudegi því það fylgdi því stöðugt álag að máta sig inn í aðstæðurnar.“ hjúkrunarfræðingar hafa ly grettistaki á sviði hjúkrunar- og heilbrigðismála og lagt mikið af mörkum með störfum sínum bæði innanlands og erlendis. frá árinu 1954 hefur á órða tug hjúkrunarkvenna og -fræðinga verið sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu en stofnað var til orðunnar 1921. Í ársbyrjun voru helga Sif friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og Vilborg ingólfsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, sæmdar riddarakrossi fyrir framlag sitt til hjúkrunar. Þetta er síðasta tölublaðið sem ég ritstýri og vil ég nota tækifærið og þakka kær- lega fyrir farsælt samstarf sem ég hef átt við þá ritnefndarfulltrúa sem ég hef starfað með, sem og samvinnu við þann ölda hjúkrunarfræðinga sem ég hef átt í sam- skiptum við undanfarin ár. forsíðumyndina tók Elísabet ragna hannesdóttir í apríl 2019 við Bakkatjörn. Þakkir til allra þeirra sem þátt tóku í ljósmyndasamkeppninni Með augum hjúkr- unarfræðingsins. 4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Helga Ólafs ritstjóri. Ritstjóraspjall TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík Sími 540 6405 netfang helga@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Fagritstjóri anna Ólafía Sigurðardóttir Ritnefnd aðalbjörg Stefanía helgadóttir, alda Ásgeirsdóttir, anna Ólafía Sigurðardóttir, hafdís Skúladóttir, hrund Scheving Thorsteinsson, kristín rósa Ármannsdóttir, Þorbjörg jónsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðu mynd Elísabet ragna hannesdóttir Ljósmyndir ýmsir Auglýsingar Erna Sigmundsdóttir sími 821 2755 Hönnun og umbrot Egill Baldurs son ehf. Prentun Litróf. Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði- greina er að finna á vefsíðu tímaritsins. iSSn 2298-7053
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.