Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 92
92 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Útdráttur Markmið: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar mæta ýmsum áskor- unum þegar þeir hefja starfsferil sinn. Hjúkrunarstarfið krefst mik- illar þekkingar, færni og öryggis sem þróast samhliða aukinni reynslu í starfi. Námið, eitt og sér, virðist ekki alltaf duga til að undirbúa hjúkrunarfræðinga fyrir allt sem starfið felur í sér og oftar en ekki finnst nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum að þeim sé hent út í djúpu laugina þegar þeir hefja störf. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í hvaða áskoranir mæta nýútskrifuðum hjúkr- unarfræðingum fyrsta árið í starfi, hversu tilbúnir þeir telja sig vera til að takast á við þær og hvaða bjargráð þeir nýta sér til að vinna úr þessum áskorunum til að stuðla að góðri líðan í starfi. Með því að átta sig á þeim áskorunum sem nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar mæta daglega í störfum sínum er hægt að styðja við þá í starfi og stuðla þar með að aukinni starfsánægju og sporna gegn kulnun í starfi og brottfalli úr stéttinni. Aðferð: Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem sett voru þau skilyrði að þátttakendur hefðu brautskráðst frá hjúkrun- arfræðideild Háskólans á Akureyri á árunum 2013–2017. Einnig voru sett þau skilyrði að þátttakendur væru starfandi á legudeildum sjúkrahúsa og hefðu unnið samfellt á sama vinnustað í a.m.k. þrjá mánuði. Niðurstöður:Niðurstöður sýndu að hjúkrunarfræðinámið undirbjó þátttakendur vel fyrir hjúkrunarstarfið og þær áskoranir sem mættu þeim þegar þeir hófu störf sem hjúkrunarfræðingar og töldu þeir að einstaklingsmiðuð aðlögun væri lykilatriði. Allir þátttakendur voru sammála um nauðsyn þess að tileinka sér jákvæð bjargráð í starfi og stuðla þannig að aukinni starfsánægju. Jákvætt viðhorf til starfsins var einkennandi meðal viðmælenda en samkvæmt þeim er það einn af þeim mikilvægu þáttum sem geta dregið úr líkum á kulnun ásamt brottfalli úr faginu. Ályktanir: Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar nýti sér jákvæð bjargráð og séu meðvitaðir um streitutengda þætti starfsins er ekki síður mikilvægt að þeir njóti stuðnings vinnufélaga og stjórnunin sé góð. Lykilorð:Hjúkrunarfræðingur, nýútskrifaður, áskoranir og bjargráð, innihaldsgreining Inngangur Starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga hefur breyst töluvert í tímans rás og er í dag afar fjölbreyttur. Kröfur á færni og þekk- ingu hjúkrunarfræðinga eru því miklar og slíkt kallar á góða bóklega og verklega þjálfun á meðan á námi stendur (Katrín Blöndal o.fl., 2010; Vilborg Guðlaugsdóttir, 2009; World Health Organization, 2020). Bæði Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) bjóða upp á nám í hjúkrunarfræði með fjölda- takmörkunum. Takmarkanirnar ráðast bæði af fjárveitingu og þeim fjölda verknámsplássa sem eru í boði en að meðaltali út- skrifast um 120 hjúkrunarfræðingar ár hvert (Guðbjörg Páls- dóttir o.fl., 2017; Ríkisendurskoðun, 2017). Samkvæmt nýlegri rannsókn eru vísbendingar um að þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema telji ólíklegt að þeir komi til með að starfa við hjúkrunartengd störf í fram tíð - inni (Helga Ólafs, 2017). Í desember 2019 var skipaður starfs- hópur um menntun hjúkrunarfræðinga og aðgerðir til að sporna gegn skorti á hjúkrunarfræðingum. Í kjölfarið var, í apríl 2020, Guðríður Ester Geirsdóttir, lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Telma Kjaran, blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans Kristín Anna Jónsdóttir, heimahjúkrun Reykjavíkur, Rjóðri Landspítalans Kristín Norðkvist Ragnarsdóttir, lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Hafdís Skúladóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Hent í djúpu laugina Áskoranir í starfi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, líðan þeirra og bjargráð Nýjungar: Rannsóknin varpar ljósi á veganesti nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr náminu yfir í starfið, hvernig hjúkrunar - fræðinámið nýtist þegar út á vinnumarkaðinn er komið og að misvel er staðið að aðlögun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hagnýting:Niðurstöður geta hjálpað stjórnendum að skoða hvaða þætti í aðlögun og innkomu í starfið þarf að laga til að auka öryggi og bæta líðan nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Viðbót við þekkingu: Niðurstöður eru innlegg í fræði stjórn- unar í hjúkrun þar sem hægt er að nýta þær til að stuðla að umbótum við aðlögun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og gera þeirra fyrstu skref á vinnumarkaðinum auðveldari og minna streituvaldandi. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður geta verið hvatning til stjórnenda í hjúkrun um að semja verklagsreglur um aðlögun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, veita þeim bjarg ráð í starfinu og minnka þannig líkur á kulnun og brott- falli úr starfi. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.