Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 61
Stefnuhópur FÍH hefur að undanförnu verið að skoða mögu- leikann á því að taka upp ICNP (International Classification for Nursing Practice) í stað NANDA og NIC. Kemur þar ýmislegt til, en þó helst það að ICNP er þróað af hálfu ICN og hefur nýlega verið samþykkt af WHO sem eitt af þeim alþjóðlegu kóðakerfum sem WHO mælir með. Mikil þróun hefur átt sér stað í sambandi við ICNP að undanförnu en hið sama á ekki við um NANDA og NIC. Nú hefur einnig komið á daginn að kostnaður við notkunarleyfi á NANDA og NIC er mikill, eða um 2,5 milljón á hvort kerfi, árlega fyrir NIC og annað hvert ár fyrir NANDA. Í framhaldinu greindi Stefnuhópur Fíh frá niðurstöðu hópsins „… að International Classification for Nursing Practice (ICNP), sem þróað er af ICN, sé álitlegasti kosturinn fyrir Ísland“ (Ásta Thoroddsen, 13. okt. 2009b). Að tillögu stjórnar Fíh tók emb- ætti landlæknis þá ákvörðun árið 2010 að ICNP skyldi notað á landsvísu sem aðalflokkunarkerfið til að skrá hjúkrun í raf- rænni sjúkraskrá á sjúkrahúsum (Embætti landlæknis, 2020). Frá því að ákvörðun var tekin hjá embætti landlæknis um að nota skyldi ICNP við daglega skráningu í hjúkrun og fyrirmæli þess efnis sett fram í lágmarksskráningu vistunarupplýsinga hafa ekki komið fram skýrar áætlanir um hvernig að því skuli staðið eða því komið í kring. Ýmis rannsókna- og þróunarverkefni voru unnin af hjúkr- unarfræðingum um notagildi Nursing Outcome Classification (NOC) þótt það kæmist ekki í daglega notkun á Íslandi (Elísa - bet Guðmundsdóttir, 2002; Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, 2006). Lágmarksskráning vistunar- upplýsinga Árið 2001 voru gefin út tilmæli landlæknis um lágmarksskrán- ingu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum (Landlæknisemb- ættið, 2001) þar sem sagði að „allar heilbrigðisstofnanir skuli gera grein fyrir hjúkrunarvandamálum og -meðferð sjúklinga, sem lagðir hafa verið inn á stofnanir frá og með 1. apríl 2001.“ Í fyrsta skipti var einnig tilgreint að nota skyldi NANDA- flokkunarkerfið við skráningu hjúkrunarvandamála og NIC fyrir hjúkrunarmeðferð. Svipuð tilmæli voru síðar gefin út fyrir skráningu á heilsugæslustöðvum (Landlæknisembættið, 2002). Lágmarksskráning á heilbrigðisstöðvum lúta nú fyrir- mælum landlæknis frá 2008 og frá 2011 á sjúkrahúsum (Land- læknisembættið, 2008; 2011). Sem fyrr er getið gaf embættið út fyrirmæli um lágmarks- skráningu vistunarupplýsinga árið 2011 þar sem tilgreint er að ICNP skuli notað til að skrá hjúkrunarvandamál og -meðferð sjúklinga á öllum heilbrigðisstofnunum (Landlæknisembættið, 2011). Höfundi er ekki kunnugt um að stjórnvöld í nokkru öðru landi í heiminum hafi gert slíkar kröfur til skráningar í hjúkrun nema hér og í Noregi (Norsk sykepleierforbund, e.d.). Erlendum samstarfsaðilum hefur þótt það athygli- og eftir- sóknarvert að ákvörðun um notkun samræmds fagmáls til skráningar hjúkrunar hafi verið tekin fyrir landið í heild í samráði við hjúkrunarfræðinga. Þó má geta þess að ICNP er notað á landsvísu í Portúgal, og Danir hafa tekið slíka ákvörð - un einnig. ICNP hefur verið þýtt á íslensku af Ástu Thorodd- sen og Brynju Örlygsdóttur. Hana má finna á heimasíðu Rann - sókna- og þróunarseturs um ICNP, https://icnp.hi.is, og á vef Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, ICN, á slóðinni: https://www. icn.ch/what-we-do/projects/ehealth-icnptm/icnp-browser. Rafræn sjúkraskrá Í kröfulýsingu fyrir rafræn sjúkraskrárkerfi, sem sett var fram af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu árið 2001, kom fram sú krafa að hjúkrunarvandamál skyldi skrá samkvæmt NANDA (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Sjúkraskrárkerfið Saga var fyrst tekið í notkun árið 1995 á heilsugæslustöðvum. Frá upphafi hefur verið hægt að skrá upplýsingar um sjúklinga samkvæmt heilsufarslyklum og hjúkrunargreiningar samkvæmt NANDA. Þótt ákvörðun um að nota ICNP til daglegrar skráningar í hjúkrun hafi verið tekin árið 2010 hefur það ekki enn verið innleitt í rafræna sjúkraskrá. Vonir standa til þess að með stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP verði þeirri vinnu flýtt sem þarf til að koma því í notkun. Ýmis átaksverkefni tengd hjúkrunarskráningu Í gegnum árin hafa mörg átaksverkefni verið unnin víðs vegar á landinu til að bæta skráningu á þann veg að hún endurspegli saga hjúkrunarskráningar á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 61 Connie Delaney, prófessor og deildarforseti School of Nursing við Há- skólann í Minnesota, og Ásta Thoroddsen, prófessor og forstöðumaður ICNP-setursins. Dr. Delaney flutti ávarp við opnun ICNP-setursins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.