Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 52
Stofnað hefur verið til fjöldamargra átaksverkefna í því skyni að sporna gegn kynjuðu starfsvali, svo sem að fjölga konum í raun- og tæknigreinum og körlum í heilbrigðis- tengdum grein um. Verkefnin hafa hins vegar verið gagnrýnd fyrir að virka ekki sem skyldi og að árangur af þeim sé skammvinnur. Fræða fólk hefur bent á að aðgerðirnar hafi oft ekki verið nægilega vel ígrundaðar og beinist ekki gegn raunverulegri rót vand- ans. Þá er áhugavert að velta fyrir sér hver sé raunveruleg rót vandans. Kynjaðar hugmyndir um menntun Hugmyndir um jafnrétti og hvernig við náum árangri á því sviði hafa þróast mikið undanfarna áratugi. Fjöldi rannsókna hefur varpað ljósi á hvernig hugmyndir okkar um menntun hafa í gegnum tíðina verið kynjaðar. Það er arfleifðin sem við þurfum að horfast í augu við. Lengi vel var áhersla lögð á að halda konum fyrir utan sam- félagsleg völd og menntun. Kynj aðar hugmyndir um árangur og færni eiga sér ýmsar birtingar myndir og hefur fræðafólk meðal annars fjallað um slík viðhorf með tilvísan í eignunarkenninguna (attribution theory). Kenningin lýsir því hvernig við útskýrum velgengni eða árangur, bæði okkar eigin og annarra. Rannsóknir sýna að slælegur ár- angur drengja er almennt talinn stafa af ytri þáttum, t.d. stuðningsleysi í umhverfi. Hjá stúlkum er hins vegar hæfni og þekking oft dregin í efa. Slík viðhorf endurspeglast jafnvel í átaksverkefnum og umræð um í kringum slík verkefni. Lágt hlutfall kvenna í raun- og tæknigreinum er oft skýrt með því að stelpur þori ekki í raunvísindi, að þær hafi ekki nægjanlegt sjálfstraust til þess og ekki næga þekk ingu til að ná árangri í greinunum. Þetta er mjög ólíkt umræðunni um fjölgun karla innan hjúkrunar og kennslu greina í gegnum tíðina en þar hefur vandinn yfir- leitt verið talinn felast í umhverfinu og ytri þáttum, svo sem þáttum í nám inu, stað - blæ, verklagi og viðhorfum innan deildanna og staðalmyndum sem ríkja í garð starfs ins. Aðilar í forsvari slíkra verkefna hafa bent á mikilvægi þess að skipuleggj- endur námsins líti gagn rýnið í eigin barm og athugi hvort eitthvað í námsefni, upp- byggingu náms, ríkjandi viðhorfum og verklagi geri það að verkum að körlum finnist þeir ekki eiga heima innan greinanna. 52 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Hugleiðingar um jafnréttisstarf og átaksverkefni til að fjölga körlum í hjúkrun Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir Í greininni fjallar Hrafnhildur um kynjað starfsval út frá sjónarhorni kynjafræðinnar. Greinin er byggð á erindi sem hún hélt á málþingi á vegum jafnréttisdaga HÍ um kynjað starfsval. Hrafn- hildur hefur rannsakað reynslu kvenna í hefðbundnum karlagreinum, s.s. í stærðfræði, eðlisfræði og rafmagns- og tölvuverkfræði. Það hefur gengið betur að fjölga konum í raunvísinda- og tæknigreinum en það hefur gengið að fjölga körlum innan hjúkrunar. Hvað veldur? Af hverju er hlutfall karlmanna eins lágt í hjúkrun og raun ber vitni og hverju hafa átaksverkefni skilað? Átaksverkefni, sem ætlað er að vinna gegn viðteknum hugmyndum, eiga það til að rata ofan í hjólför annarra íhaldssamra hugmynda og jafnvel stuðla að því að festa í sessi kynjaðar hugmyndir og staðalmyndir. Í versta falli getum við, í átaks- verkefnum, unnið að því að endurskapa og viðhalda mismunun og valda- tengslum sem vanmeta framlag ákveðinna hópa, og hampa sumum umfam aðra. Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur á líknardeildinni í Kópavogi og aðjunkt við menntavísinda - svið HÍ auk þess að starfa við rannsóknir á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.