Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 65
Íslenska ICNP-setrið er eitt af 14 setrum í heiminum sem viðurkennd eru af ICN. Hin eru í Brasilíu, Síle, Íran, Írlandi, Kanada, Kóreu, Ítalíu, Minnesota í Bandaríkjunum, Noregi, Póllandi, Portúgal, Singapúr og eitt fyrir þýskumælandi lönd (Þýskaland, Sviss, Austurríki). Noregur og Danmörk hafa ákveðið að taka upp ICNP við skráningar í hjúkrun á lands- vísu. Samstarf er við hin Norðurlöndin um ICNP í gegnum Nordic Terminoloy Network. Hlutverk og markmið ICNP-setursins Hlutverk ICNP-setursins á Íslandi er að mynda og standa vörð um tengslanet hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og mennta- stofnana og annarra hagsmunaaðila á Íslandi til að þróa, þýða, innleiða og nota ICNP í kennslu, rannsóknum og klínísku starfi. Setrið skuldbindur sig til að starfa í samræmi við sýn ICN á e-Health. Markmið sem skilgreind voru fyrir umsókn til ICN voru: • Að vera virkur þátttakandi í þróuninni á ICNP m.a. með því að fá nemendur, hjúkrunarfræðinga og sér- greinar hjúkrunar til að vinna með ICNP • Að á hverjum tíma sé til uppfærð og aðgengileg íslensk þýðing á ICNP; setrið þarf að vinna með embætti land- læknis að því að undirbúa og birta ICNP fyrir not- endum með aðgengilegum og auðveldum hætti á net- inu og á þann hátt að það nýtist hjúkrunarfræðingum • Að ICNP sé innleitt á öllum sjúkrastofnunum á Íslandi og sé þar með hluti af rafrænni sjúkraskrá; setrið getur haft mótandi áhrif á hvað og hvernig verður innleitt og það krefst samstarfs við stofnanir og embætti land- læknis • Að ICNP endurspeglist í námskrá og kennslu í hjúkr- unarfræði; þessi verkefni fela í sér fræðslu til nemenda og kennara um ICNP, í raun að endurmennta hjúkrunar - stéttina • Að hvetja til og styðja við rannsóknir til að þróa og efla ICNP; m.a. með því að skipuleggja og móta verkefni sem nemendur í grunn- og framhaldsnámi geta komið að • Að skilgreina þarfir fyrir tæknilausnir og veita ráðgjöf um hvaða tæknilegi stuðningur þurfi að vera til staðar við innleiðingu og notkun ICNP í rafrænum sjúkra- skrárkerfum og sem lýtur alþjóðlegum stöðlum; sam- starf setursins, embættis landlæknis og hug búnaðar- fyrirtækja er mikilvægt hér, sérstaklega til að stuðla að því að viðurkenndir staðlar, s.s. ISO 18104, séu notaðir við innleiðingu ICNP í rafræna sjúkraskrá Lögð var fram metnaðarfull verkefnaáætlun fyrir hvert mark - mið sem er aðgengileg á heimasíðu setursins. Fyrsta rannsókn- arverkefnið var lokaverkefni til BS-prófs sem laut að því að skoða hversu vel hugtök í ICNP endurspegla viðfangsefni og íhlutanir hjúkrunarfræðinga sem tengjast lífsstíl. Ásta Bergrún Birgisdóttir og Kristín Margrét Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð- ingar, unnu að því. Setrið mun nýta sér niðurstöður úr slíkum verkefnum til að hafa áhrif á þróun ICNP til hagsbóta fyrir fræðigreinina hjúkrun, hjúkrunarstarfið og þar með sjúk- lingum til heilla. Hér hefur verið tæpt á 35 ára sögu verkefna sem hafa beint og óbeint tengst uppbyggingu, þróun og notkun samræmds fag- máls í hjúkrun. ICNP er slíkt fagmál. Það er okkar hjúkrunar- fræðinga að hafa áhrif á tungutak fræðigreinarinnar. Með stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP, sem viður- kennt er af ICN, og í samstarfi við skilgreinda hagsmunaaðila getum við betur unnið að rannsóknum, þróun, þýðingu, inn- leiðingu og notkun ICNP á Íslandi. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að kynna sér verkefni og viðfangsefni sem tengj - ast ICNP, eru boðnir velkomnir og hvattir til að hafa samband. Netfang setursins er icnp@hi.is. Heimildir Abdellah, F. G. (1959). Improving the teaching of nursing through research in patient care. Í Gordon, M. (1987), Nursing diagnosis. Process and Ap - plication. (2. útg.). New York: McGraw-Hill Book Company. Anna Björg Aradóttir og Ásta Thoroddsen (ritstj.). (1997). Skráning hjúkr- unar – handbók (2. útg.) Reykjavík: Landlæknisembættið. Anna Stefánsdóttir. (2008). Stýrinefnd um skráningu hjúkrunar á Landspítala – Erindisbréf. Óútgefið skjal dagsett 12. mars 2008. Ásta Thoroddsen (ritstj.). (2002). Skráning hjúkrunar – handbók, (3. útg). Reykjavík: Landlæknisembættið. Ásta Thoroddsen. (2005). Applicability of the Nursing Interventions Classi- fication to describe nursing. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 19, 128–139. Ásta Thoroddsen. (2006). Staða hjúkrunarskráningar á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Mat á árangri átaks til bættrar skráningar. (Skýrsla). Reykjavík: Þróunarhópur um skráningu hjúkrunar, Landspítala. Ásta Thoroddsen. (2009b). Minnisblað til formanns Fíh, Elsu B. Friðfinns- dóttur, 15. sept. 2009 Ásta Thoroddsen. (2009a). Tillaga til stjórnar Fíh frá formanni vinnuhóps um upplýsingatækni í hjúkrun, 13. okt. 2009. Ásta Thoroddsen. (2012). Skráningarkverið. (1. útg.). Reykjavík: Sprengju- höllin. Ásta Thoroddsen. (2015). Skráningarkverið. (2. útg.). Reykjavík: Sprengju- höllin. Elín Eggerz-Stefánsson. (1981). Hjúkrunarferli — hjúkrunarrannsóknir. Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands, 58(1), 26–27. Elísabet Guðmundsdóttir. (2002). Nursing Sensitive Patient Outcomes (NOC) at Landspítali-University Hospital in Iceland. Óbirt meistararit- gerð: Háskóli Íslands, Reykjavík. Embætti landlæknis. (2016). Rafræn sjúkraskrá og heilbrigðisnet. Stefna Emb- ættis landlæknis til 2020. Sótt á: https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/ skjal/item28559/ Embætti landlæknis. (2020). Flokkunarkerfi. Sótt á: : https://www.land- laeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/flokkunarkerfi/ Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun. (2013). Stefna Fagdeildar um upp - lýs ingatækni í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Óbirt skjal. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2003). Ársskýrsla 2003. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2003.pdf Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2004). Ársskýrsla 2004. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2004.pdf Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2005). Ársskýrsla 2005. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2005.pdf Gordon, M. (1987). Nursing Diagnosis. Process and Application. (2. útg.). New York: McGraw-Hill Book Company. saga hjúkrunarskráningar á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.