Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 19
unar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Árið áður var Sigurborg ingunn Einarsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir á Eskifirði, sæmd riddara- krossi fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og árið 2019 var auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri á kirkjubæjarklaustri, sæmd riddarakrossi fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð. Tók virkan þátt í mótun hjúkrunar- námsins á háskólastigi Vilborg ingólfsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi 1. janúar síðastliðinn. Vilborg var í fyrsta hópnum sem nam hjúkrunarfræði í háskóla Íslands árið 1973 en hún hafði þá þegar lokið námi við hjúkrunarskóla Íslands og unnið við hjúkrun í tvö ár. Þar áður hafði hún einnig lokið stúdentsprófi. Það var enginn í hennar nærumhverfi sem starfaði við heil- brigðisþjónustu og hún segir tilviljun hafa ráðið því að hún lagði hjúkrun fyrir sig. Eftir sumarvinnu á Landspítalanum varð ekki aftur snúið. „Ég heillaðist og þarna fann ég minn vettvang,“ rifjar Vilborg upp en hún vann áfram þar samhliða menntaskóla. Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn hjá embætti landlæknis Í ljósi reynslu og þekkingar á hjúkrun tók hún virkan þátt í mótun hjúkrunarnámsins í háskóla Íslands. að útskrift lok- inni bjó hún í Svíþjóð í fimm ár, starfaði þar við hjúkrun og stundaði nám til meistaragráðu í lýðheilsufræðum sem þá var lítið þekkt nám hér á landi. hún starfaði á Landspítalanum eftir að heim var komið en árið 1985 var Vilborg fyrsti hjúkr- unarfræðingurinn sem ráðinn var hjá embætti landlæknis en embættið var stofnað 1760. hún var þá einn af fimm starfs- mönnum embættisins, en þegar hún lét þar af störfum tuttugu árum síðar störfuðu þar átta hjúkrunarfræðingar. Þá fór hún til starfa í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, síðar í félags- og tryggingamálaráðuneytinu og lauk opinberum starfs- ferli sínum í velferðarráðuneytinu. Vilborg starfaði í fjölda ára við ráðgjöf hjá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WhO) og var um skeið yfirmaður hjúkrunar hjá Evrópuskrifstofu WhO. Þá var hún um margra ára skeið formaður ljósmæðraráðs og hjúkrunarráðs.   Farsæll starfsferill með hjúkrun að leiðarljósi Þakklæti er ofarlega í huga Vilborgar þegar hún er spurð um þá viðurkenningu sem hún hlaut fyrir skömmu. „Með þessari sæmd er mér mikill heiður sýndur og tók ég við henni af mikilli gleði og af mikilli auðmýkt. Á starfsferli mínum hafa mér gefist ótal tækifæri til að móta og innleiða nýjungar sem varða hjúkr - un, heilbrigðisþjónustu og ýmsa þætti lýðheilsu. En sæmdin er einnig þeirra sem trúðu á mig, treystu mér, gáfu mér tækifæri, stóðu með mér, studdu mig, deildu með mér lífsviðhorfum, gildum og trúnni á mátt forvarna, hjúkrunar og samstarfs heil- brigðisstétta svo og mikilvægi þátttöku einstaklinga og sam- félaga í góðri heilsu og vellíðan einstaklinga,“ segir Vilborg. Það er óhætt að segja að Vilborg eigi farsælan starfsferil. „Ég hef alltaf verið í svo mörgum og fjölbreyttum verkefnum að ég hef sjaldnast staldrað við,“ segir hún, „en ég hef alltaf haft hjúkrun að leiðarljósi og er svo hamingjusöm að hafa valið að leggja fyrir mig hjúkrun. Mér hafa verið gefin svo ótal mörg tækifæri að móta nýjungar í hjúkrun og lýðheilsu,“ segir hún. „Ég hef áhuga á öllu sem lýtur að góðri heilsu og vellíðan ein- staklinga og samfélaga en kjarninn minn er í hjúkrun.“ Viðurkenning á mannréttindum og að gefast ekki upp helga Sif friðjónsdóttir  geðhjúkrunarfræðingur var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjenda- störf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir vímuefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. „Ég er enn að meðtaka þessa viðurkenn- ingu,“ segir helga Sif en hún fékk símtal um miðjan desember frá ritara orðunefndar þess efnis hvort hún vildi þiggja viður- kenninguna. „Ég hef alltaf fylgst með þessu, hverjir fá orð - urnar. Ég hugsaði með mér að ég er eingöngu 45 ára … er þetta ekki fyrir vel unnið ævistarf? hugsaði ég.“ Vegna aðstæðna í samfélaginu var orðuveitingin með öðru sniði en vant er og fengu orðuhafar 15 mínútur hver ásamt á fjórða tug hjúkrunarfræðinga verið sæmdir riddarakrossi fyrir framlag til hjúkrunar tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 19 Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var sæmd riddara - krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir vímuefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa 1. janúar síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.