Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 62
raunverulegt ástand sjúklinga, og á síðari árum, þegar tölvu - væðing kom til skjalanna, að til yrðu skipuleg gögn sem mætti endurnýta, m.a. til rannsókna. Ný þekking, breytt verklag og nýjar kröfur gera það að verkum að skráningarverkefni þurfa stöðugt að vera í gangi til að halda viðeigandi verklagi við og vera í takti við tímann. Umfangsmestu verkefnin, sem tengdust hjúkrunarskráningu, voru unnin á Landspítala og FSA. Innleiðing flokkunarkerfa í klíníska vinnu er flókið verkefni sem krefst þekkingar og mannafla. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta stétt heilbrigðiskerfisins, um 1500–1800 á Land- spítala einum, og þegar við bætist vinna við þróun hugbúnaðar sem þarf að endurspegla innihald hjúkrunar og starf hjúkr- unarfræðinga þá getur tekið á. Frá því 1997 hefur verið unnt að nota flokkunarkerfi á heilsugæslustöðvum og göngu- deildum til að skrá hjúkrun í rafræna sjúkraskrá. Gögnin sem til verða eru vistuð varanlega í gagnagrunnum þannig að tengsl milli skráðra atriða haldast og hægt er að nota gögnin til rann- sókna og skapa nýja þekkingu. Það er engan veginn sjálfgefið að gögn séu vistuð á þann hátt að unnt sé að nota þau aftur þótt þau séu skráð í upplýsingakerfi. Frá fræðilegu sjónarmiði hefur staða hjúkrunarskráningar og þess sem til þarf fyrir hana náð langt á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Vinnan, sem unnin var undir merkjum landlæknisembættisins, þ.e. þýðing og útgáfa NANDA- og NIC-flokkunarkerfanna á Íslandi, var ein af forsendum þess að svo yrði. Ekki er víst að allir átti sig á þeirri gríðarlegu vinnu sem liggur að baki uppbyggingu sjúkraskrár og því að hlaða kerfið af faglegu innihaldi því ekki er nóg að hafa rafrænt kerfi ef innihaldið styður ekki við klíníska vinnu. Landspítali og Sjúkra - húsið á Akureyri fóru í mikið uppbyggingarstarf í hjúkrun áður en rafræn skráning var tekin upp á legudeildum í sjúkra- skrá. Vinna við þarfagreiningu fyrir hjúkrunarskráningu hófst 1999 á Landspítala. Fyrstu prófanir á hjúkrunarhluta raf- rænnar skráningar í sjúkraskrárkerfinu Sögu hófust á krabba- meins- og blóðsjúkdómadeild árið 2001 og síðar það ár á skurð lækningadeildum og sjúkrahústengdri heimaþjónustu. Vegna mikils hægagangs í kerfinu og annarra tæknilegra vand - kvæða var notkuninni hætt árið 2003 þar til lagfæringum væri lokið. Áður hafði rafræn skráning verið notuð á dag- og göngu - deildum um nokkurra ára skeið og skilaði sú skráning mikil- vægum upplýsingum um hjúkrun á þeim deildum (Anna Stefánsdóttir, 2008). Sett var af stað sérstakt átak í skráningu hjúkrunar á árinu 2003 þar sem öll svið spítalans voru virkjuð (Þróunarhópur um skráningu hjúkrunar, 2003). Reglulegar kannanir um árangur þess voru gerðar fyrir og eftir að átakið hófst og birtust niðurstöðurnar í skýrslunni Staða hjúkrunar- skráningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Mat á árangri átaks til bættrar skráningar (Ásta Thoroddsen, 2006). Könnun, sem byggð var á sama matsgrundvelli, var einnig gerð á FSA á árinu 2004 (Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 2004). Heilbrigðisstofnanir þurftu að endurskoða stefnu í hjúkr- unarskráningu í kjölfar nýrra viðmiða í lágmarksskráningu vistunarupplýsinga. Sett var fram stefna um hjúkrunarskrán- ingu á Landspítala árið 2001 og hún endurnýjuð 2008 og 2012 og nú, árið 2021, er enn verið að endurnýja hana og á FSA var sett ný stefna árið 2004. Í kjölfar fyrstu stefnunnar setti Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, á laggirnar verkefnahóp á þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra frá 2001–2007. Í verkefnahópnum voru eftirtaldir aðilar til lengri eða skemmri tíma: Álfheiður Árnadóttir, Ásta Thorodd- sen, Edda Jóna Jónasdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Jónína Þ. Erlendsdóttir, Kristín Sólveig Kristjáns- dóttir og Lilja Þorsteinsdóttir. Í kjölfar næstu stefnu, árið 2008, skipaði Anna stýrinefnd um skráningu hjúkrunar og sam- kvæmt erindisbréfi voru eftirtaldir aðilar skipaðir: Kristín A. Sóphusdóttir, hún var fyrsti formaður hópsins, Ásta Thor- oddsen, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Hanna Kristín Guðjónsdóttir, Helga Bragadóttir, Helga Rósa Más- dóttir, Herdís Herbertsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Lilja Stef- ánsdóttir, Margrét Thorlacius og Þorgerður Gunnarsdóttir. Herdís Gunnarsdóttir var fyrsti starfsmaður hópsins (Anna Stefánsdóttir, 2008). Hópurinn starfaði til ársins 2015. Í erindis- bréfi fyrir stýrihópinn kom meðal annars fram að honum var falið að vinna að 10 mismunandi verkefnum tengdum hjúkr- unarskráningu, til dæmis að „fylgja eftir stefnu LSH í skrán- ingu hjúkrunar“ (Anna Stefánsdóttir, 2008). Þessir hópar unnu gríðarmikið starf og lögðu línur um hvernig rafrænni hjúkr- unarskráningu skyldi háttað í sjúkraskrárkerfinu Sögu. Þótt verkefnin væru unnin í nafni Landspítala þá nutu allar heil- brigðisstofnanir á landinu góðs af vinnunni. Að undirlagi Guðrúnar Auðar Harðardóttur, sem þá starfaði hjá heil- brigðisráðuneytinu, var svokölluð meðferðareining í Sögu keypt og innleidd á allar heilbrigðisstofnanir á landinu. Ég tel að á engan sé hallað þegar ég segi að Anna Stefánsdóttir, fyrr- verandi framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, eigi mik- inn heiður skilinn fyrir hversu langt við höfum komist. Í sínu starfi hafði Anna mikinn skilning á þessum verkefnum, var framsýn og veitti verkefnum brautargengi innan spítalans. En árangri þarf að halda við. Verkefni sem tengjast hjúkrunar- skráningu þurfa að vera sífellt í gangi fremur en að vera átaks- verkefni. Í þessu sambandi er einnig vert að geta hins mikla og góða samstarfs sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala áttu við hugbúnaðarfyrirtækið Origo og forvera þess (Gagnalind, eMR, TM Software) um þróun hjúkrunarskráningar í sjúkra- skrárkerfinu Sögu. Samantekt á ýmsum tæknilegri þáttum þessa starfs má sjá annars staðar (Thor oddsen o.fl., 2006; Thoroddsen o.fl., 2010; Thoroddsen o.fl., 2014). ásta thoroddsen 62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Innleiðing flokkunarkerfa í klíníska vinnu er flókið verkefni sem krefst þekkingar og mann - afla. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta stétt heilbrigðiskerfisins, um 1500–1800 á Land- spítala einum, og þegar við bætist vinna við þróun hugbúnaðar sem þarf að endurspegla innihald hjúkrunar og starf hjúkrunarfræðinga þá getur tekið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.