Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 93
gefin út skýrsla með 11 megintillögum til að fjölga hjúkrunar- fræðingum í starfi og var einn liður í því fjölgun námsplássa (Heilbrigðisráðuneytið, 2020). Álagið á íslenskum hjúkrunarfræðingum má rekja m.a. til mikils vaktaálags, undirmönnunar og lágra launa (Vilborg Guðjónsdóttir, 2009). Hjúkrunarfræðingar starfa oft við krefj- andi aðstæður þar sem starfsumhverfið er hvort tveggja lík- amlega og andlega erfitt og því streituvaldandi. Þeir þurfa að vinna hraðar og leysa fleiri verkefni en áður, t.d. með aukinni tölvuvinnu og fleiru sem ekki snýr að beinni klínískri hjúkrun (Katrín Blöndal o.fl., 2010; Vilborg Guðjónsdóttir, 2009). Þegar álag í heilbrigðiskerfinu eykst, eins og t.d. í covid-19-heims- faraldrinum, hefur mikilvægi starfsframlags hjúkrunarfræð- inga verið sýnilegra í augum almennings og einnig hversu mikil væg fjölhæfni og þekking stéttarinnar er (Heilbrigðis - ráðuneytið, 2020; World Health Organization, 2020). Ekki er óalgengt að hjúkrunarfræðinemendur séu uggandi yfir að taka sín fyrstu skref í starfi eftir útskrift. Hjúkrunar- starfið er talið mjög streituvaldandi, þar sem hjúkrunarfræð- ingar eru berskjaldaðir fyrir streituvaldandi atburðum alla daga í starfi (Feddeh og Darawad, 2020). Lazarus og Folkman (1987) settu fram kenningu um streitu þar sem henni er lýst sem sálrænu ferli. Í kenningunni kemur fram að streita sé af- leiðing þess hvernig fólk skynjar atvik og aðstæður í kringum sig og mótast í samspili við annað fólk og umhverfið. Streitu - viðbrögð eru því persónuleg og er hægt að hafa áhrif á og breyta túlkun fólks á streitu (Lazarus og Folkman, 1987). Streit an hefur síðan áhrif á vinnuafköst sem og vilja og getu til að halda áfram í starfi (Feddeh og Darawad, 2020). Nýútskrif - aðir hjúkrunarfræðingar finna margir til mikillar streitu í starfi á fyrstu starfsárunum og þá sérstaklega á fyrstu tveimur ár- unum eftir útskrift (Gifkins o.fl., 2017; Rudman o.fl., 2014; Wu o.fl., 2012). Skortur á skipulagi og óskýrir stjórnarhættir hafa líka töluverð áhrif (Ingibjörg H. Jónsdóttir, 2017) og getur m.a. vinnuálag, yfirvinna og vaktaskipulag leitt til streitu og dregið úr afköstum (McIntosh og Sheppy, 2013). Álagið sem reynslu- lítill hjúkrunarfræðingur er undir getur því verið mikið og valdið streitu og kulnun (Wu o.fl., 2012; Zhang o.fl., 2017). Þær þrjár megináskoranir sem nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar standa frammi fyrir tengjast yfirþyrmandi starfsum- hverfi, að ná tökum á verklegri færni og að ná að verða hluti af hópnum. Mörgum nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum finnst erfitt að komast inn í hraðann og eiga við áreitið sem fylgir starfsumhverfinu (Feng og Tsai, 2012; Wildermuth o.fl., 2020). Ýmsar leiðir eru færar til að mæta þeim áskorunum sem nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir og skipta þar ytri og innri bjargráð meginmáli. Bjargráð eru þau úrræði eða ráð sem fólk nýtir sér til að takast á við sálrænar eða líkamlegar áskoranir í einkalífi og starfi (Laschinger og Grau, 2012; Zheng o.fl., 2017). Þau eru hegðun eða athöfn sem notuð er til að takast á við og komast í gegnum erfiðar aðstæð - ur. Innri bjargráð eru persónulegur styrkur einstaklingsins en ytri bjargráð eru utanaðkomandi styrkur sem styður við hann. Það er talið mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að læra hvaða bjargráð eru góð í tengslum við álag og áskoranir í starfi (Gif- kins o.fl., 2017; Laschinger og Grau, 2012; Zheng o.fl., 2017). Að leggja rækt við sjálfan sig getur skipt miklu máli fyrir þá sem stunda kröfuharða vinnu. Sjálfsrækt er getan til að sýna sjálfum sér umhyggju og þegar hjúkrunarfræðingur leggur rækt við sjálfan sig er hann betur í stakk búinn til að takast á við starfið og uppfylla þarfir skjólstæðinga sinna og er örugg- ari, skilningsríkari og getur stjórnað eigin tilfinningum betur (Heffernan o.fl., 2010; Sigríður Halldórsdóttir, 2006). Kenning Sigríðar Halldórsdóttur (2006) um hjúkrun sem faglega um- hyggju leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar sinni mark- vissri sjálfsrækt, bæði í einkalífi og starfi. Þeir þurfa að þekkja veikleika sína og styrk, hafa raunhæft sjálfstraust og faglegt ör- yggi. Hjúkrunarfræðingar þurfa, samkvæmt þessu, að kunna streitustjórnun og vera færir um að vinna úr erfiðum tilfinn- ingum. Þannig geta þeir sýnt sjálfum sér, sjúklingum sínum, aðstandendum þeirra og samstarfsfólki sínu umhyggju (Sig - ríður Halldórsdóttir, 2006). Heilbrigðir lífshættir, eins og að stunda líkamsrækt, lesa, njóta útiveru og fá nægan svefn, eru dæmi um sjálfsrækt. Að tileinka sér slík innri bjargráð getur stuðlað að endurheimt orku og að koma jafnvægi á einkalíf og starf hjúkrunarfræðinga (Gifkins o.fl., 2017; Zheng o.fl., 2017). Ígrundun nýtist einnig vel en hún nær til atvika eða athafna sem fela í sér ákveðið meðvitað hugsanaferli sem er skoðað með opnum huga (Asselin o.fl., 2013). Einn tilgangur ígrund- unar er að aðstoða hjúkrunarfræðinginn að læra af reynslunni og öðlast faglega færni (Asselin o.fl., 2013; Bulman o.fl., 2012; Caldwell og Grobbel, 2013). Margir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifa það að hefja störf sem visst raunveruleikaáfall sem tengist því að þeir fái ekki viðeigandi stuðning á vinnustað (Laschinger og Grau, 2012). Þegar um er að ræða stuðning frá vinnustað benda rannsóknir til að margir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar nýti sér það bjargráð að leita til reynslumeiri hjúkrunarfræðinga til að fá ráðleggingar, álit og kennslu í hvernig best er að vinna störfin (Gifkins o.fl., 2017; Laschinger og Grau, 2012; Zheng o.fl., 2017). Góð kynning á starfinu, stuðningur frá yfirmönn - um, ánægjulegt starfsumhverfi og farsælt samstarf milli starfs- manna eru dæmi um góð ytri bjargráð sem nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar nýta sér (Gifkins o.fl., 2017; Laschinger og Grau, 2012; Rudman o.fl., 2014). Að geta komið með óskir um vaktir og haft áhrif á niðurröðun þeirra er mikilvægt bjarg - ráð. Svefn og hvíld eru einnig mikilvægir þættir fyrir góða líkam - lega og sálræna heilsu og er sífellt meiri vitundarvakning í sam félaginu gagnvart þeim (Bragadottir, 2016). Hjúkrunar- fræðingar vinna oft vaktavinnu og þegar vöktunum er þétt raðað er hætta á að ekki náist nægilegur svefn og hvíld á milli þeirra (Eldevik o.fl., 2013). Vaktavinna getur einnig haft nei - kvæð áhrif á fjölskyldulíf, til dæmis missir vaktavinnufólk af ýmsum atburðum vegna vinnu sinnar (Björk Bragadóttir o.fl., 2017; Costa, 2010; Yildirim og Aycan, 2008). Brottfall hjúkr- unarfræðinga úr starfi er ákveðin forðunarhegðun og mætti því flokkast sem neikvætt bjargráð (Dawson o.fl., 2014; Gifkins o.fl., 2017) en þeir sem ná að temja sér jákvæð bjargráð til að takast á við áskoranir í starfi, hverfa síður frá störfum (Wu o.fl., 2012). Kulnun er þekkt vandamál meðal hjúkrunarfræðinga og er afleiðing af langvarandi streituvaldandi umhverfi (Berglind ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.