Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 56
Með vísindi í forgrunni hefur áhersla verið lögð á umfangsmikla skimun, rakningu smitleiða, sóttkví útsettra, einangrun sýktra, samkomutakmarkanir og fræðslu og upplýsingagjöf til almennings. Sérfræðingar sýkingavarna- og smitsjúkdómadeilda Landspítalans hafa tekið að sér ráðgefandi hlutverk fyrir heilbrigðisstofnanir um allt land, og mikið hefur mætt á þeim fáu hjúkrunarfræðingum sem hafa þekkingu á sérsviðinu. Þrátt fyrir ríka samstöðu og góðan árangur hefur komið glöggt í ljós að skortur er á þekkingu á sýkingavörnum og útbreiðslu smitsjúkdóma meðal hjúkr- unarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þörf á sérþekkingu í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta sérsvið mjög sterkt innan hjúkrunar á Íslandi og alþjóðlega, og má í því samhengi nefna hjúkrun berklasjúklinga og holdsveikra. Lítil áhersla hefur verið lögð á sérsviðið í framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga undanfarna áratugi og einungis örfáir hjúkrunarfræðingar eru með framhaldsnám á þessu sérsviði. Þörf er á sérþekkingu í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun alls staðar í heilbrigðisþjónustunni, á sjúkrahúsum, í heilsugæslu, á hjúkrunar heimilum og á vettvangi. Auk þess er þekking á sýkingavörnum gríðarlega mikilvæg við stefnu- mótun og ákvarðanir um fyrirkomulag stofnana. Í ljósi alls ofangreinds var skipuð námsnefnd um diplómanám á framhaldsstigi í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun vorið 2020. Við undirbúningsvinnu náms- leiðarinnar hafði námsnefnd samráð við helstu sérfræðinga hérlendis á sviði sýkinga- varna, smitsjúkdóma og örverufræði. Einnig var horft til uppbyggingar og efnisatriða sambærilegra námsleiða á hinum Norðurlöndunum við undirbúning námsins. Diplóma nám í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun er skipulagt sem 30 ECTS- nám á framhaldsstigi, og það hugsað sem nám með starfi sem má ljúka á þremur til fjórum misserum. Námsleiðin var samþykkt sem viðbótardiplómanám á sérsviði hjúkrunar af deildarráði Hjúkrunarfræðideildar í febrúar 2021 og munu fyrstu nem- 56 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Diplómanám í sýkingavörnum og smitsjúkdóma- hjúkrun á meistarastigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Anna Tómasdóttir1, Berglind Guðrún Chu2 og Helga Jónsdóttir3 Heimsfaraldur covid-19 hefur haft víðtæk áhrif á líf og heilsu fólks um heim allan, og um leið dregið fram í dagsljósið styrkleika og veikleika sem snerta samfélagslega innviði okkar og heil- brigðiskerfið. Hér á landi hefur okkur tekist að standa saman og leggja traust okkar á sérfræðiþekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra fagaðila í viðbrögðum við útbreiðslu covid-19. Tilgangur diplómanámsins er að veita hjúkrunarfræðingum tæki- færi til að efla þekkingu sína og færni á sviði sýkingavarna og smit- sjúkdómahjúkrunar á lands- og heimsvísu. 1 MSc, hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma, A3. 2 Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smit- sjúkdóma. 3 Prófessor í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands og forstöðumaður fræða sviðs lang- veikra fullorðinna á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.