Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 68
vistun gagna. Tölfræði og skýrslur um ástand sjúklingahópa, heilsufar þeirra og hjúkrun sem skráð hefur verið gefur tækifæri til að fylgjast náið með heilsu og hjúkr- unarþörfum um tiltekinn tíma. Það getur gefið tilefni til að aðlaga og breyta hjúkrun- armeðferð til að uppfylla betur þarfir fólks sem glímir við heilsufarsvanda. Upplýsingar sem skráðar eru með flokkunarkerfum henta vel til rannsókna sem og við að velja viðmið í gæða- og umbótaverkefnum. Á hinn bóginn er ekki unnt að nota frjálsan texta, til dæmis úr framvindunótum, í þessum tilgangi nema með ærinni fyrirhöfn. Með því að tengja gögn úr hjúkrun við upplýsingar úr öðrum upplýsingakerfum verða stjórnunarupplýsingar enn fyllri, gefa ítarlegri tölur og meiri upplýsingar. Gögnin eru þá notuð ópersónugreinanleg til að stjórnendur geti tekið saman skýrslur og upp - lýsingar um þjónustu eða starfsemi til að kostnaðargreina, skipuleggja eða byggja ákvarðanir á. Slík gögn auka sýnileika hjúkrunar. Jafnframt verður auðveldara að nota tölur og skýrslur til að skoða starfsemi þar sem hjúkrunarþjónusta er veitt, meta gæði, faglega ábyrgð og ávinning þeirrar hjúkrunar sem veitt er. ICNP er einnig hægt að nota til að fella gagnreynda starfshætti inn í rafræna sjúkraskrá. Stöðluð og kóðuð hugtök í hjúkrun eru dæmi um upplýsingastaðal sem jafnframt er gæðastaðall fyrir gögn. Upplýsingastaðal má skilgreina á þann hátt að unnt er að deila gögnum og bera þau saman milli heilbrigðisstofnana vegna þess að gögnin eru skráð á sambærilegan hátt, meðal annars með því að sama flokkunar- og kóðakerfið er notað. Gögn úr sjúkraskrá eru grunnurinn að heilbrigðistölfræði landsins. Til eru mörg flokkunarkerfi í hjúkrun í heiminum og ICNP hefur sameinað mörg þeirra. Í ICNP má til dæmis finna nær öll hugtök sem eru í NANDA-I og NIC. Frá og með árinu 2021 verður ICNP gefið út í samvinnu við SNOMED-CT sem er stærsta kóðakerfi sem til er innan heilbrigðisvísinda. Í SNOMED-CT eru hundruð þúsunda hugtaka og í því sameinast mismunandi flokkunarkerfi í hjúkrun enn frekar. Það er mikill akkur í því fyrir hjúkrun að njóta samvinnu við SNOMED-CT og það mun flýta uppbyggingu á ICNP. ICNP verður engu að síður áfram á forræði ICN og verður uppbyggingu þess haldið áfram þar en í samvinnu við SNOMED-CT. Sjúkraskráin er þverfagleg. Við skráningu í sjúkraskrá nota læknar flokkunar- kerfin ICD-10 og NCSP (Nordic Classification for Surgical Procedures), lyf eru skráð með ATC og hjúkrun verður skráð með ICNP. Með notkun alþjóðlegra flokkunar- kerfa er auðveldara að draga fram framlag hjúkrunar á sambærilegan hátt og hjá öðrum fagaðilum. Það er því faglegur ávinningur af því að hjúkrunarfræðingar tali og skilji fagmálið (mynd 1). Hvernig er ICNP uppbyggt? Flokkunarkerfið ICNP er byggt upp af um 4500 hugtökum á sjö mismunandi ásum sem raða má saman til að mynda hjúkrunargreiningar, -útkomur og -meðferð eða -íhlutun. Ásarnir eru: aðalhugtak, afstaða eða ákvörðun, hjúkrunarþegi, framkvæmd, aðferðir, staðsetning á líkama eða í rúmi og tími (tafla 1). ásta thoroddsen 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Mynd 1. Faglegur ávinningur af notkun ICNP í hjúkrun. • Sýnileiki og framlag hjúkrunar eykst • Gæði hjúkrunarskráningar aukast og upplýsingar, sem þarf til að bregðast við breytingum á heilsu og hjúkrunarþörfum skjólstæðinga, verða aðgengi- legri • Framlag hjúkrunar kemur fram í þverfaglegum heilbrigðisupplýsingakerfum • Með ICNP er notaður upplýsingastaðall sem nota má til að efla þjónustu og styðja við stefnumótun • ICNP styður almenna og sérhæfða hjúkrunarþjónustu þvert á svið • Gögn og upplýsingar verða til sem nota má til rannsókna • ICNP styður við gagnreynda starfshætti • ICNP sameinar mismunandi flokkunarkerfi í hjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.