Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 16
Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar klukkustundir, en að hámarki um átta klukkustundir miðað við fullt starf hjá þeim sem vinna mikla vaktabyrði. Með þessu er stigið stórt skref í átt að kröfu hjúkrunarfræðinga — sem og fjölmargra annarra vaktavinnustétta — að 80 prósent vinna í vaktavinnu jafngildi 100 prósenta vinnu í dagvinnu. Breyt- ingin fyrir vaktavinnufólk krefst meiri undirbúnings og flókn- ari samtala á vinnustöðum en breytingarnar fyrir dagvinnu- fólk og því tekur hún ekki gildi fyrr en 1. maí næstkomandi. rannsóknir á vaktavinnu hafa leitt í ljós ýmsar neikvæðar af- leiðingar sem geta hlotist af vaktavinnu, einkum á heilsu starfs- fólks, öryggi starfsfólksins sjálfs og þeirrar þjónustu sem það veitir. Vaktavinnufólk er jafnframt talið í meiri hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, t.a.m. getur vinna á mismunandi tímum sól- arhringsins haft slæm áhrif á svefn fólks og það hefur síðan áhrif á heilsu þess. Vinna á óreglulegum tímum sólarhringsins gerir fólki einnig erfiðara fyrir að eiga eðlilegt líf utan vinnu- tíma. Breytingarnar, sem nú eru að verða að veruleika, eru gerðar með það að leiðarljósi að bæta heilsu, öryggi og auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks, ásamt öryggi skjólstæðinga þess. Með breytingunum verður vaktavinna von- andi eftirsóknarverðari og er breytingunum einnig ætlað að auka stöðugleika í mönnun hjá stofnunum ríkis og sveitar- félaga, sem og bæta öryggi og þjónustu við almenning. Nýtt fyrirkomulag vaktavinnu kerfisbreytingin felur í sér að greiðslur fyrir vinnutíma vakta- vinnufólks og þ.m.t. hjúkrunarfræðinga verða sanngjarnari og taka þá mið af því hvenær sólarhrings er unnið með tilliti til heilsu og öryggis starfsfólks. Tilkoma nýs vaktavinnukerfis mun fyrst og fremst umbuna þeim hjúkrunarfræðingum sem eru í háu starfshlutfalli og hafa þunga vaktabyrði. Í undirbún- ingnum og samningaviðræðum um nýtt kerfi voru yfir 300 starfshópar mátaðir inn í kerfið og niðurstaðan var sú að með nýju kerfi er verið að umbuna mest fyrir fjölda skipta sem mætt er í vinnu og mikla vaktabyrði utan dagvinnutíma. fyrir hjúkrunarfræðinga í 100 prósent starfi, með þyngstu vaktabyrðina og fjölbreyttustu vaktirnar, mun vinnustundum fækka úr 173,3 klukkustundum á mánuði allt niður í 139 klukkustundir. Mánaðarleg stytting getur því orðið rúmlega 34 klukkustundir hjá hjúkrunarfræðingum frá því sem nú er. um það bil 70 prósent alls vaktavinnufólks, sem starfar hjá ríkinu, er í hlutastarfi. um 80-85% allra hjúkrunarfræðinga starfa í hlutastarfi og því hafa þessar breytingar gífurleg áhrif á vinnuumhverfi stéttarinnar. hjúkrunarfræðingar, sem hafa fram að þessu valið að vera í hlutastarfi, geta því eftir breyt- ingarnar unnið áfram jafnmargar klukkustundir. Við það eykst starfshlutfallið og þar með hækka launin. Tæplega 80 prósent vaktavinnufólks, sem starfa hjá hinu opinbera, eru konur í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þær eru líklegri til að velja sér hlutastörf og er því augljóst að um tímabæra og mikilvæga jafnréttisaðgerð er um að ræða, sérstaklega fyrir stétt eins og hjúkrunarfræðinga þar sem 97% þeirra eru konur. Kostnaður tryggður vegna styttri vinnuviku Á mörgum vinnustöðum hjúkrunarfræðinga þarf að manna vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn og er ljóst að styttingin mun kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Það hefur legið ljóst fyrir frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamningsins líkt og hjá öðrum stéttum. kerfisbreytingin er slík að þau verðmæti sem þegar voru inni 16 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Stytting vinnuvikunnar Harpa Júlía Sævarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Eva Hjörtína Ólafsdóttir tóku saman Mikilvægum áfanga var náð í kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vorið 2020 þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Um er að ræða stórt fram- faraskref í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Útfærslan á styttingu vinnuvikunnar verður ólík hjá hjúkrunarfræðingum í dagvinnu og þeim sem starfa í vaktavinnu en innleiðingu á dag- vinnustöðum lauk um síðustu áramót. Vinna á óreglulegum tímum sólarhringsins gerir fólki einnig erfiðara fyrir að eiga eðlilegt líf utan vinnutíma. Breytingarnar, sem nú eru að verða að veruleika, eru gerðar með það að leiðarljósi að bæta heilsu, öryggi og auka jafn- vægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks, ásamt öryggi skjólstæðinga þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.