Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 40
florence nightingale aðhylltist mjög heildræna hjúkrun. Það var hennar trú að hlutverk hjúkrunar væri að setja sjúklinga í bestu aðstæður til að ná og viðhalda heilsu og til að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma eða sár. hjúkrunarfræðingar hafa einstakt tækifæri til að efla hjúkrunarþjónustu til að bæta heilsu og líðan sjúk- linga og almennings almennt. úrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama koma að góðu gagni við að bæta heilsu og auka vellíðan, og slík úrræði styrkja sjúklingana, efla seiglu þeirra og hafa mikið forvarnargildi. Meðferðarúrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama er víða um heim verið að samþætta hefðbundinni heilbrigðisþjónustu sem í auknum mæli viðurkennir mikilvægi forvarna með sjálfsumönnun (self-care) og vali á heilbrigðum lífstíl. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WhO) skilgreinir sjálfsumönnun sem getu ein- staklinga, fjölskyldna og samfélaga til að efla, koma í veg fyrir, viðhalda og takast á við veikindi og fötlun með eða án stuðnings heilbrigðisstarfsmanna (WhO, 2021). Heildrænn skilningur hjúkrun hefur alltaf litið heildrænt á einstaklinginn, hann sé eining líkama, hugar og sálar sem hafi áhrif hvert á annað. nokkrar grunnhugmyndir einkenna hug- myndafræði óhefðbundinna meðferðarúrræða sem falla vel að hugmyndafræði hjúkrunar (Björg helgadóttir, rúnar Vilhjálmsson og Þóra jenný gunnarsdóttir, 2010). Þar er fyrst að nefna heildrænan skilning á einstaklingum, heilbrigði hans og veikindum — að heilsa er ekki bara að vera án sjúkdóma. Áhersla er lögð á að ein- staklingurinn beri ábyrgð á heilsu sinni og fái hjálp og aðstoð til þess. hugtakið samþætt, óhefðbundin viðbótarmeðferð er í stöðugri þróun eins og þetta svið í heild. Þegar verið er að lýsa þessum aðferðum notar fólk oft orðin óhefð - bundið og viðbótar sem samheiti, en þessi hugtök vísa til ólíkra sviða. hér er stutt lýsing á hvað þessi hugtök fela í sér. Óhefðbundin meðferð (alternative therapy) er þegar óhefðbundin aðferð er notuð í staðinn fyrir hefðbundna læknismeðferferð. Í gegnum aldirnar hafa þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar lagt áherslu á mikilvægi samspils hugar og líkama (nCCih, e.d.). Viðbótarmeðferð (complementary therapy) kallast það ef óhefðbundin aðferð er notuð með hefðbundinni læknismeðferð. Viðbótarmeðferð vísar til meðferðar sem ekki hefur verið kennd í hefðbundnu námi heilbrigðisstétta. Sýnt hefur verið fram á að meðferðin sé gagnleg til viðbótar við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Margs konar viðbótarmeðferð spilar mikilvægt hlutverk til að efla og viðhalda heilsu og til að bæta lífsgæði (nCCih, e.d.). 40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Meðferðarúrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama Kristín Rósa Ármannsdóttir Meðferð sem byggist á tengslum hugar og líkama (mind body practices/medicine) er ný nálgun innan heilbrigðisgeirans sem gefur heilbrigðisstarfsfólki ólíkar aðferðir til að bæta umönnun og meðferð, sem og að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Þessar aðferðir eru ekki eingöngu áhrifa- ríkar til að hjálpa öðru fólki heldur geta hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn nýtt sér þær til að hlúa að eigin heilsu. Kristín Rósa Ármannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.