Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 79
heimavitjunum hefur fækkað eins mikið og raun ber vitni (Sesselja Guðmundsdóttir og Lilja B. Kristinsdóttir, 2020) liggja ekki fyrir en telja má að mesta breytingin felist í því að heimavitjun við níu vikna aldur hefur breyst í komu á heilsu- gæslustöð. Athygli vakti að lítill hópur foreldra fékk einungis eina heimavitjun en það er ekki í takt við ráðleggingar ÞÍH (2020b). Foreldrar sem fengu fimm eða fleiri heimavitjanir lýstu yfir mestu ánægjunni með þær, en það vekur upp spurn- ingar hvort þeir hafi ef til vill ekki gert greinarmun á heima - þjónustu ljósmæðra og heimavitjana hjúkrunarfræðinga. En það heyrir til undantekningar að boðið sé upp á svo margar heimavitjanir í ung- og smábarnavernd. Styrkur og takmarkanir Styrkur rannsóknarinnar var að foreldrarnir sem svöruðu komu frá öllum heilsugæslustöðvunum sem tóku þátt í rann- sókninni. Þá var fjöldi þátttakenda jafn á milli hópanna tveggja. Spurningalistinn var saminn af rannsakendum sem hafa mikla reynslu af ung- og smábarnavernd og eftirfylgd eftir fæðingu. Hann var stuttur og nokkuð hnitmiðaður og líklega hafði það þau áhrif að foreldrar voru tilbúnir til að svara honum. Ákveðið var að hafa einnig opnar spurningar þar sem foreldrar gátu bætt við skoðunum til viðbótar við lokaðar spurningar. Veikleiki rannsóknarinnar verður hins vegar að teljast að um nýjan spurningalista var að ræða og forprófun takmörkuð. Einnig hefði verið gagnlegt að hafa spurningar um hvaða fagaðili sinnti heimavitjunum og hvort foreldrar hafi verið ánægðir með að fá þjónustuna heim eða getað hugsað sér að fá hana á heilsugæslustöð. Veikleiki var einnig að þátttakendur endurspegluðu þýðið ekki nægjanlega vel. Þá var það takmark- andi að hjúkrunarfræðingar sem kynntu rannsóknina fyrir foreldrum voru ekki beðnir um að safna upplýsingum um fjölda íslenskumælandi foreldra sem komu með börn í skoðun á rannsóknartímabilinu, hve mörgum var boðin þátttaka og hve margir neituðu þátttöku. Framtíðarrannsóknir Mikilvægt er að endurtaka rannsóknina í þeim tilgangi að ná til breiðari hóps foreldra með því að leggja listann fyrir stærra úrtak á landsvísu, þýða listann á fleiri tungumál og ná þannig til foreldra af erlendum uppruna. Einnig er mikilvægt að skoða sérstaklega þarfir feðra fyrir ráðgjöf og aðstoð, ekki síst nú þegar réttur þeirra til fæðingarorlofs hefur aukist. Eins og áður kom fram er einnig mikilvægt að skoða betur þann hóp sem ekki var ánægður með heimavitjanirnar og hvaða ástæður liggja þar að baki, til dæmis með því að kanna einnig aðstæður og andlega líðan foreldra og bera saman við viðhorf til heima- vitjana. Þá vöknuðu hugmyndir að rannsóknum á forvörnum og heilsueflandi þjónustu eftir fæðingu í víðara samhengi. Mikilvægt er að greina innihald þjónustunnar og hagkvæmni hennar. Ályktun Heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd eru mikilvægur þáttur í þjónustu við nýbakaða foreldra. Meiri- hluti þátttakenda var ánægður með heimavitjanir frá hjúkr- unarfræðingum í ung- og smábarnavernd, fjölda þeirra og lengd en alltaf má gera betur. Uppfylla þarf þarfir hverrar fjölskyldu og sníða þjónustuna að henni. Styrkja þarf þjónustu við foreldra með fyrsta barn sérstaklega þar sem þeir voru marktækt óánægðari með þá aðstoð og ráðgjöf sem þeir fengu en foreldrar sem höfðu eignast barn áður. Ástæða er til að út- færa þjónustuna áfram og að afla frekari þekkingar á við - horfum og reynslu foreldra af þessari heilsueflandi þjónustu. Þakkir Kærar þakkir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í ung- og smábarnavernd sem kynntu rannsóknina fyrir foreldrum. Þátttakendur fá bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningalistanum. Yfirmönnum heilsugæslustöðva á höfuð - borgarsvæðinu er þakkað fyrir að gefa leyfi fyrir rannsókninni. Prófarkalesurum þökkum við gagnlegar ábendingar. Hrönn Birgisdóttir fær þakkir fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu, hvatningu og ráðleggingar. Báru Birgisdóttur og Kristínu Ingu Guðmundsdóttur þökkum við fyrir yfirlestur. Heimildir Alexandrou, F., Sakellari, E., Kourakos, M. og Sapountzi‐Krepia, D. (2018). Health visitors’ perceptions on their role to assess and manage postpartum depression cases in the community. Health & Social Care in the Com - munity, 26(6), 995–1000. doi:10.1111/hsc.12638 Aston, M., Price, S., Etowa, J., Vukic, A., Young, L., Hart, C., … Randel, P. (2015). The power of relationships: Exploring how public health nurses support mothers and families during postpartum home visits. Journal of Family Nursing, 21(1), 11–34. doi:10.1177/1074840714561524 Aston, M., Price, S., Monaghan, J., Sim, M., Hunter, A. og Little, V. (2018). Navigating and negotiating information and support: Experiences of first- time mothers. Journal of Clinical Nursing, 27(3–4), 640–649. doi:10.1111/ jocn.13970 Avellar, S. A. og Supplee, L. H. (2013). Effectiveness of home visiting in improving child health and reducing child maltreatment. Pediatrics, 132(2), 90–99. doi:10.1542/peds.2013-1021G Barimani, M. og Vikström, A. (2015). Successful early postpartum support linked to management, informational, and relational continuity. Midwi- fery, 31(8), 811–817. doi:10.1016/j.midw.2015.04.009 Bayley, J., Wallace, L. M. og Choudhry, K. (2009). Fathers and parenting pro- grammes: Barriers and best practice. Community Practitioner, 82(4), 28–31. Sótt á https://search.proquest.com/scholarly-journals/fathers- parenting-programmes-barriers-best/docview/213340208/se-2?accoun- tid=49582 Benjamins S. J., Damen M. L. W. og van Stel, H. F. (2015). Feasibility and impact of doctor-nurse task delegation in preventive child health care in the Netherlands: A controlled before-after study. PLoS One, 10(10): e0139187. doi:10.1371/journal.pone.0139187 Christie, J. og Bunting, B. (2011). The effect of health visitors’ postpartum home visit frequency on first-time mothers: Cluster randomised trial. In- ternational Journal of Nursing Studies, 48(6), 689–702. doi:10.1016/j. ijnurstu.2010.10.011 Damashek, A., Kothari, C., Berman, A., Chahin, S., Lutzker, J. R., Guastaferro, K. og Self-Brown, S. (2020). Engagement in home visiting services during ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.