Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 23
„Saman erum við ein stór rödd sem óskar eftir áheyrn samfélagsins og bættum lífsgæðum jaðarsettra einstaklinga“ Frú Ragnheiður hefur vakið verðskuldaða athygli. Af hverju telur þú að verkefnið sé jafn mikilvægt og raun ber vitni? „Ég þakka það fyrst og fremst sjálfboðaliðum frú ragnheiðar. Á bak við verkefnið, þrátt fyrir að ég og samstarfskona mín förum fyrir því opinberlega, eru hundruð sjálf boðaliða sem hafa hlotið þjálfun og tala fyrir málstaðnum á hverjum degi í sínu umhverfi. Ég þakka það líka að verkefnið nýtur trausts notenda og notendur tala fyrir mikilvægi þjónustunnar. Saman erum við ein stór rödd sem óskar eftir áheyrn samfélagsins og bættum lífsgæðum jaðarsettra einstaklinga út frá skaðaminnk- andi nálgun og hugmyndafræði. Verkefnið hef ur notið mikils stuðnings og ég tel það líka vera vegna nálgunar okkar. Við nálgumst málstaðinn á mannúðlegan hátt út frá grunngildum rauða krossins og tölum fyrir virðingu, að mæta einstakling - um hér og nú og stuðla að reisn þeirra,“ segir Elísabet og bætir strax við: „allt þetta er í takt við siðareglur hjúkrunarfræðinga og þess vegna hafa hjúkrunarfræðingar yfirleitt verið meiri- hluti sjálfboðaliða okkar í þau 12 ár sem við höfum verið starf- andi. Verkefnið er miklu stærra en ég, mitt starf er ekki sjálf - boðið lengur og ég tilheyri litlu broti af þeirri stóru sögu sem er á bak við bílinn okkar og hugmyndafræði. En ég hef fengið þann heiður og traust að miðla boð skapnum sem hjúkr unar - fræðingur í starfi og met það mikils. Ég hef mjög mikla trú á sérþekkingu og nálgun hjúkrunarfræðinga fyrir svona við - kvæman málstað því við tölum út frá gagnreyndri þekkingu en líka út frá heildrænni og mannúð legri nálgun út frá ein- staklingnum.“ „Við höfum áhrif“ Hvernig er hefðbundinn dagur í vinnunni hjá þér og helstu verk- efnin sem þú ert að sinna? „já, enginn dagur er eins. Ég byrja alla daga á stöðufundi með samstarfskonu minni, henni haf - rúnu Elísu, fer síðan yfir vakt gærkvöldsins út frá skráningum og rapporti sjálfboðaliða sem stóðu vaktina kvöldið áður. Legg línurnar fyrir daginn, svara tölvubréfum og held svo af stað út í daginn. Er yfirleitt að sinna vettvangshjúkrun á daginn, koma málum í farveg innan opinbera kerfisins, koma notendum okkar á réttu staðina, ráðleggja þeim hvert þeir eigi að leita með einstök vandamál. Það eru mikil samskipti við notendur á hverjum degi og það gerir starfið svo áhugavert og lærdóms- ríkt. Ég sit líklegast að meðaltali 2–3 fundi hvern dag og getur það verið allt frá fundum innan rauða krossins yfir í fundi með ráðuneytum eða styrktaraðilum, fundi með aðstand- endum eða einstaklingum sem þekkja til hugmyndafræðinnar og vilja hjálpa. Seinni part dagsins undirbúum við samstarfs- félagi minn vakt kvöldsins, undirbúum bílinn sem keyrir um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld vikunnar, tökum svo á móti sjálfboðaliðunum og erum svo á bakvakt fyrir sjálfboða - liðana. Þeir hringja í okkur í lok vaktar og skila vaktinni til okkar og svo hefst nýr vinnudagur daginn eftir. Daglegu störfin mín og okkar allra í frú ragnheiði einkennast ávallt af því að hugsa lausnamiðað, koma hlutum í farveg og fram- kvæma. Við fáum ákveðið frelsi og svigrúm til þess hjá mann - úðarsamtökum og sjáum fallega hluti, sama hversu litlir eða stórir þeir eru, gerast á hverjum degi. Það er það sem ég tek svo með mér heim í lok dagsins — að við höfum áhrif,“ segir Elísabet. Mikilvægt að aðgreina vímuefna- vanda og vímuefnanotkun Það hefur orðið mikil vitundarvakning um fíkniefnavandann. Hvernig skilgreinir þú þennan vanda í dag? Mín upplifun á vímuefnum á Íslandi er sú að við hræðumst þetta og það er margt sem við skiljum ekki. Það er erfitt að bera okkur saman við önnur lönd og við viljum oft líta öðruvísi á hlutina því við erum Ísland, en þegar upp er staðið er fíkn nákvæmlega það, fíkn. fíkn er aldrei eins hjá neinum tveimur. Við þurfum líka að aðgreina vímuefnavanda og svo vímuefnanotkun. Við sjá - um ekki bara jaðarsettasta hópinn hjá okkur heldur líka alls konar fólk sem veit ekki hvert annað það getur snúið sér með hugleiðingar sínar um vímuefni. Við sjáum líka aðstandendur sem vita ekki hvert þeir geta snúið sér. En á heildina litið horfi ég ávallt á þetta sem hjúkrunarfræðingur, ég sé ekki sjúkdóm, ég sé einstakling, einstakling sem þarf annaðhvort hlustun, ekki alltaf viðbrögð, en stundum viðbrögð, og þá er sérþekk- ing mín og sjálfboðaliða okkar tiltæk til að styðja við bakið á einstaklingnum til þess að hann haldi reisn áfram út í lífið, sama hvað hefur gerst áður. Ég held við þurfum ekki að óttast það að vera að missa tök á neinu, en ég óttast aðgerðaleysi og þegar fólk vill ekki horfast í augu við stöðuna. Það sem ég óttast líka eru dauðsföll sem hægt er að koma í veg fyrir, til dæmis með sértækri nálgun heilbrigðiskerfis en hún er að vísu ekki í aug sýn enn sem komið er. En það er hægt, fræðin eru til staðar.“ berst fyrir málefnum heimilislausra og er ötul baráttukona jaðarsettra hópa tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 23 „En á heildina litið horfi ég ávallt á þetta sem hjúkrunarfræðingur, ég sé ekki sjúkdóm, ég sé einstakling, einstakling sem þarf annaðhvort hlustun, ekki alltaf viðbrögð, en stundum við - brögð, og þá er sérþekking mín og sjálfboðaliða okkar tiltæk til að styðja við bakið á einstak- lingnum til þess að hann haldi reisn áfram út í lífið, sama hvað hefur gerst áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.