Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 84
Rætt var við níu konur sem voru í afplánun eða höfðu fyrr á lífsleiðinni afplánað refsidóm. Leitað var til Fangelsismálastofn- unar sem gaf samþykki sitt fyrir rannsókninni. Skilyrði fyrir þátttöku var að þátttakendur ættu eða hefðu átt við vímuefna- vanda að stríða og hefðu afplánað refsidóm í fangelsi á Íslandi. Níu konur, á aldrinum 20–45 ára, samþykktu þátttöku. Þær uppfylltu fyrrnefnd skilyrði og voru tilbúnar til að deila reynslu sinni. Konurnar voru ýmist í afplánun eða höfðu lokið henni. Fyrsti höfundur tók öll 16 viðtölin. Tekin voru tvö viðtöl við allar konurnar nema tvær þeirra vegna þess að þær luku afplánun og ekki náðist í þær fyrir seinna viðtal. Hvert viðtal var að jafnaði ein til tvær klukkustundir og ekki var munur á tímalengd fyrri og seinni viðtala. Stuðst var við viðtalsáætlun en samræðum ley að flæða frjálst. Var því um hálfstöðluð viðtöl að ræða. Síðari viðtölin voru tekin frá einni viku til tveimur mánuðum síðar, eir því sem hentaði þátttakendum. Seinna viðtalið var notað til að dýpka frásögn kvennanna og fá staðfestingu á að rannsakandi hefði túlkað rannsóknar- gögnin rétt (Helga Jónsdóttir, 2013). Viðtölin fóru flest fram inni í fangelsinu. Viðtöl við þær sem áður höfðu afplánað dóm fóru fram á stað að þeirra vali. Áður en konurnar tóku þátt í rannsókninni völdu þær sér rannsóknarnafn sem notað var við úrvinnslu gagna. Viðtölin voru tekin upp og voru svo skráð orðrétt. Eir að þau höfðu verið skráð var upptökum eytt. Rannsakandi hafði einn aðgang að ópersónugreinanlegum gögnum. Viðtölin voru greind eir 12 þrepum Vancouver- arndís vilhjálmsdóttir, sigríður halldórsdóttir og sigrún sigurðardóttir 84 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Tafla 1. Rannsóknarferli Vancouver-skólans Rannsóknarþáttur Hvað gert var í þessari rannsókn Þrep 1. Velja samræðufélaga (úrtakið) Níu konur, sem afplánuðu refsidóm, voru valdar með tilgangsúrtaki, tvær sem höfðu lokið afplánun fengust með snjóboltaúrtaki Þrep 2. Vera kyrr Til að koma í veg fyrir að fyrirframmótaðar hugmyndir hefðu áhrif á niðurstöðurnar var staldrað við og reynt að leggja þær til hliðar Þrep 3. Taka þátt í samræðum. Gagnasöfnun Tvö viðtöl við sjö kvennanna, eitt viðtal við tvær þeirra; viðtals- rammi hálfstaðlaður og fór gagnasöfnun fram í gegnum samræður Þrep 4. Hea gagnagreiningu, skerpt vitund varðandi orð Gagnagreining var unnin samhliða gagnasöfnun Þrep 5. Hea gagnagreiningu á þrepum Til að svara spurningunni „hver er reynsla konunnar?“ var textinn lesinn nokkrum sinnum yfir Þrep 6. Átta sig á heildarmynd af reynslu hvers einstaklings Rauði þráður frásagnarinnar var fundinn með að raða mikilvægustu atriðunum úr frásögninni upp Þrep 7. Staðfesta heildarmynd af reynslu hvers einstaklings með Hverjum kvenfanga voru kynntar niðurstöður gagnagreiningar- honum sjálfum innar Þrep 8. Átta sig á heildarmyndinni — meginniðurstöður Niðurstöður allra samræðna túlkaðar í eina heildarmynd sem alfarið var byggð á rannsóknargögnum Þrep 9. Bera niðurstöðurnar saman við rannsóknargögn eða rituðu samræðurnar til að sjá hvort samræmi sé á milli þeirra Viðtölin lesin aur yfir til að ganga úr skugga um samræmi Þrep 10. Velja rannsókninni heiti sem lýsir niðurstöðum hennar „Mér finnst bara eins og allar konur hafi áfallasögu í gegnum neyslu“ Þrep 11. Sannreyna niðurstöður með rannsakendum Niðurstöður sannreyndar með nokkrum þátttakendum Þrep 12. Skrifa upp niðurstöður rannsóknarinnar Vitnað var orðrétt í konurnar svo reynsluheimur þeirra fengi að heyr ast sem best Tafla 2. Rannsóknarnöfn þátttakanda og yfirlit yfir neikvæða áhrifaþætti í uppvexti Rann- Neikvæðir áhrifaþættir Aldur við Annar vandi en sóknar í bernsku upphaf vímuefnavandi nafn konu notkunar vímuefna Sigrún Kynferðisleg misnotkun 12 ára Átröskun, áfallastreitu- röskun, ADHD Anna Hegðunarvandi 14 ára ADHD, geðhvarfasýki, geðrofseinkenni Karítas Einelti, missir 12 ára Persónuleikavandi, nákomins, áfall kvíði Selma Kynferðisleg misnotkun, 11 ára Kvíðaröskun, áfalla- vanræksla, vímuefna- streituröskun notkun foreldra, einelti Fríða Hegðunarvandi, vímu- 12 ára Enginn efnanotkun foreldra Bára Kynferðisleg misnotkun 35 ára ADHD, reynt sjálfsvíg Helga Greindi ekki frá nei- 29 ára Kvíðaröskun, ofsakvíði kvæðum áhrifaþáttum í æsku Dóra Kynferðisleg misnotkun 12 ára ADHD, þunglyndi, kvíði Berglind Einelti, hegðunarvandi 12 ára ADHD, einhverfa, persónuleikavandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.