Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 73
Útdráttur Tilgangur: Heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarna- vernd miða að því að veita foreldrum aðstoð og ráðgjöf eftir fæðingu barns, á tíma sem oft er viðkvæmur foreldrunum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf foreldra til heimavitjana hjúkrunarfræðinga á vegum ung- og smábarnaverndar heilsugæslu - stöðva og meta hvort munur væri á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem höfðu eignast barn áður. Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið voru foreldrar sem komu með börn í sex og níu vikna skoðun á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi árs 2020. Foreldrar sem samþykktu þátttöku fengu sendan rafrænan spurningalista með 27 opnum og lokuðum spurningum, 19 spurningum um heimavitjanir og átta spurningum um bakgrunn þátttakenda. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu komu 390 börn í sex eða níu vikna skoðun. Foreldrar 136 barna (35%) svöruðu öllum spurning- unum. Af þeim voru 93% konur og rétt tæpur helmingur var að eign- ast sitt fyrsta barn (49%). Flestir foreldrarnir (92%) voru ánægðir með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd og kunnu að meta ráðgjöf, aðstoð og stuðning sem hjúkrunarfræðingar veittu þeim. Flestum fannst heimavitjanirnar hæfilega margar (84%) og hæfilega langar (96%). Lítill hluti foreldra (8,1%) var óánægður með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga. Foreldrar með fyrsta barn voru marktækt óánægðari með aðstoð og ráðgjöf sem þeir fengu í heimavitjunum en foreldar sem höfðu eignast barn áður. Ekki var marktækur munur á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem höfðu eignast barn áður varðandi tíðni eða lengd heimavitjana. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að heimavitjanir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd séu mikilvægur þáttur í þjónustu við nýbakaða foreldra. Meirihluti þátttakenda var ánægður með heimavitjanir hjúkrunarfræðinga, fjölda þeirra og lengd en alltaf má gera betur. Huga þarf sérstakalega að þörfum foreldra með fyrsta barn þar sem þeir voru marktækt óánægðari með aðstoð og ráðgjöf sem þeir fengu en foreldrar sem höfðu eignast barn áður. Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, heimavitjun, ung- og smábarnavernd, foreldrar, heilsugæsla. Inngangur Heimavitjanir hjúkrunarfræðinga eru hluti af ung- og smá- barnavernd sem er umfangsmikill þáttur í starfsemi heilsu- gæslustöðva. Árið 2019 voru 41.240 heimavitjanir og heilsu- farsskoðanir í ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hjúkrunarfræðingar skipuleggja og sinna ung- og smábarnavernd samkvæmt leiðbeiningum frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) (2020a) og er markmiðið að efla heilsu og stuðla að vellíðan og þroska með skipulögðum heilsufarsskoðunum, ásamt aðstoð og ráðgjöf til foreldra. Þjónustan hefst með tveimur til þremur heimavitj- unum á fyrstu vikum barns en frá sex vikna aldri eru skoðanir á heilsugæslustöð. Í heild er boðið upp á að minnsta kosti þrettán reglulegar og gjaldfrjálsar skoðanir frá fæðingu til grunnskólaaldurs (Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 2020b). Þjónustan er samræmd yfir allt landið og samræmist leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organisation, 2013). Við fæðingu barns fá flestir for- eldrar í raun þrískipta þjónustu: þjónustu við fæðingu og stutta sængurlegu, heimaþjónustu ljósmæðra og þjónustu ung- og smábarnaverndar heilsugæslunnar. Ljósmæður sinna heima - tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 73 Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sesselja Guðmundsdóttir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sigríður Sía Jónsdóttir, framhaldsnámsdeild Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri Viðhorf foreldra til heimavitjana í ung- og smábarnavernd: Lýsandi þversniðsrannsókn Nýjungar: Rannsóknin er framlag til aukinnar þekkingar á viðhorfum foreldra til heimavitjana hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvum á höfuðborgar - svæðinu. Hagnýting: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heimavitjanir hjúkrunarfræðinga séu mikilvægur þáttur í þjónustu við nýbakaða foreldra. Þekking: Viðhorf foreldra til ung- og smábarnaverndar eru lítt þekkt hérlendis og niðurstöður rannsóknarinnar gefa vís- bendingar um að heimavitjanir hjúkrunarfræðinga séu vel metnar af foreldrum, en ástæða er til að afla frekari þekk- ingar á viðhorfum og reynslu foreldra af þessari heilsueflandi þjónustu. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga:Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd ættu að mæta öllum foreldrum af virð - ingu og meta þörf þeirra fyrir ráðgjöf og aðstoð ásamt því að leggja sérstaka áherslu á að leggja mat á þarfir foreldra með fyrsta barn fyrir þjónustu. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.