Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 98

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 98
Ofangreind atriði nýtast til að viðhalda starfsánægju og góðu samspili milli starfs og einkalífs. Ljóst er að þeir hjúkr- unarfræðingar sem ekki temja sér jákvæð bjargráð gagnvart þeim áskorunum sem mæta þeim í starfi eiga fremur á hættu en aðrir að finna fyrir streitu og kulnunareinkennum. Viðmæl- endur minntust flestir á að hafa upplifað vott af kulnun hvort sem var á námstímanum eða eftir brautskráningu. Ýmsir þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eru líklegir til að valda kulnun og því er nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðinga að átta sig á þeim. Þar sem kulnun ýtir undir starfsóánægju og getur leitt til þess að hjúkrunarfræðingar hverfi í önnur störf er þörf á að bregðast við þessum vanda (Rudman o.fl., 2014). Þrátt fyrir að námið nái ekki að undirbúa verðandi hjúkr- unarfræðinga fyllilega undir öll verkefni sem þeir standa frammi fyrir eftir brautskráningu eru þeir með góðan grunn fyrir komandi áskoranir og kunna að ráða í aðstæður og meta eigin getu. Svo virðist vera sem námið undirbúi þá ekki einungis fyrir þá verkþætti sem þeir munu standa frammi fyrir, heldur þjálfi þá einnig í gagnrýnni hugsun sem hægt er að leita í þegar á reynir. Þeir nýútskrifuðu hjúkrunarfræðingar sem tóku þátt í þessari rannsókn virtust geta metið hvenær þeir þurftu að leita til reyndari starfsmanns til að fá álit hans og ráð. Er þetta í anda umhyggjukenningar Sigríðar Halldórsdóttur (2006) en sú nálgun leggur áherslu á sjálfsþekkingu þar sem hjúkrun- arfræðingurinn gerir sér grein fyrir eigin takmörkunum og vinnur stöðugt að því að efla fagþekkingu og styrkjast í starfi. Ályktanir Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn í veganestið sem viðmælendur rannsóknarinnar fengu í náminu og hvernig hjúkrunarnámið nýttist þegar út á vinnumarkaðinn var komið. Eingöngu var þó leitað til þeirra sem brautskráðust frá HA á árunum 2013–2017 og náði rannsóknin til fámenns úrtaks og lýsir því aðeins skoðunum og reynslu þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Áhugavert væri að skoða þetta nánar með stærra úrtaki þar sem þátttakendur kæmu bæði úr HA og HÍ og þar sem starfsánægja, kulnun og streita hjá nýútskrifuðum hjúkr- unarfræðingum yrði könnuð. Mikilvægt er að styðja vel við nýútskrifaða hjúkrunarfræð- inga með góðri aðlögun og aðstoða þá við að koma sér upp góðum bjargráðum gagnvart þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir í starfi. Að fá loksins að takast á við starfið, þróast frá nýgræðingi til fagmanns, er ákveðið markmið sem flestir stefna að og hlakka til að takast á við. Ekki er nægilegt að hjúkrunarfræðingar búi yfir jákvæðum viðhorfum og séu fullir af eldmóði þegar þeir hefja fyrst störf heldur þarf í framhald- inu að hlúa að vellíðan þeirra í starfi svo og starfsstéttinni í heild. Passa þarf upp á starfsstéttina og gæta þess að fræði - greinin sem slík dragist ekki aftur úr eðlilegri og fordæmagef- andi þróun annarra sambærilegra stétta á vinnumarkaði. Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar þurfa því að standa fastir á sínu og standa vörð um réttindi sín til aðlögunar og eðlilegrar starfsþróunar. Þeir sem ekki brenna jafnmikið fyrir þessari hugsjón og löngun í starfið teljast vera í vissri áhættu á að lenda í kulnun og brottfalli þar sem þessi leið er ekki alltaf greið og getur verið þyrnum stráð. Með þessa vitneskju að leiðarljósi er einstaklega mikilvægt fyrir stjórnendur og starfsumhverfið að taka vel á móti nýjum hjúkrunarfræðingum og auðvelda þeim að leita sér aðstoðar og ráða. Heimildir Asselin, M. E., Schwart-Barcott, D. og Osterman, P. A. (2013). Exploring re- flection as a process embedded in experienced nurses’ practice: A quali- tative study. Journal of Advanced Nursing, 69(4), 905–914. doi:10.1111/j. 1365-2648.2012.06082.x. Bengtsson, M. (2016). How to plan and perform a qualitative study using content analysis. NursingPlus Open, 2, 8–14. doi:http://dx.doi.org/10.1016/ j.npls.2016.01.001 Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. (2020). Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 96(1), 68–75. Björk Bragadóttir, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Fanný Jóhannsdóttir, Harpa Júlía Sævarsdóttir og Hjördís Jóhannesdóttir. (2017). Svefn og vaktavinna. Tímarit hjúkrunarfræðinga 93(3), 48–55. Bragadottir, H. (2016). Identifying indicators of healthy work environments in nursing as determinants of health in the 21st century. Creative Nursing, 22(4), 218–225. doi:http://dx.doi.org/10.1891/1078-4535.22.4.218 Bulman, C., Lathlean, J. og Gobbi, M. (2012). The concept of reflection in nursing: Qualitative findings on student and teacher perspectives. Nurse Education Today, 32(5), 8–13. doi:https://doi.org/10.1016/j.nedt.2011.10. 007 Caldwell, L. og Grobbel, C. C. (2013). The importance of reflective practice in nursing. International Journal of Caring Sciences, 6(3), 319–326. Costa, G. (2010). Shift work and health: Current problems and preventive actions. Safety and Health at Work, 1(2), 112–123. doi:10.5491/SHAW. 2010.1.2.112 Dawson, A. J., Stasa, H., Roche, M. A., Homer, C. S. E. og Duffield, C. (2014). Nursing churn and turnover in Australian hospitals: Nurses perceptions and suggestions for supportive strategies. BMC Nursing, 13(1), 11. doi:10. 1186/1472-6955-13-11 Eldevik, M., Flo, E., Moen, B., Pallesen, S. og Bjorvatn, B. (2013). Insomnia, excessive sleepiness, excessive fatigue, anxiety, depression and shift work disorder in nurses having less than 11 hours in-between shifts. Public Li- brary of Science, 8(8), e70882. doi:https://doi.org/10.1371/journal.pone. 0070882 Feddeh, S. A. og Darawad, M. W. (2020). Correlates to work-related stress of newly-graduated nurses in critical care units. International Journal of Car- ing Sciences, 13(1), 507–516. Feng, R. F. og Tsai, Y. F. (2012). Socialisation of new graduate nurses to prac- tising nurses. Journal of Clinical Nursing, 21, 2064–2071. doi:10.1111/j.1365- 2702.2011.03992.x Fida, R., Laschinger, H. K. S., og Leiter, M. P. (2018). The protective role of self-efficacy against workplace incivility and burnout in nursing: A time- lagged study. Health Care Management Review, 43(1), 21–29. doi:10.1097/ HMR.0000000000000126 Gifkins, J., Loudoun, R. og Johnston, A. (2017). Coping strategies and social support needs of experienced and inexperienced nurses performing shift- work. Journal of Advanced Nursing, 73(12), 3079–3089. doi:10.1111/jan. 13374 Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason og Helga Ólafs. (2017). Hjúkrunar- fræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga. Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Happell, B., Reid-Searl, K., Dwyer, T., Caperchione, C. M., Gaskin, C. J. og Burke, K. J. (2013). How nurses cope with occupational stress outside their workplaces. Collegian, 20(3), 195–199. doi:10.1016/j.colegn.2012.08.003 Heffernan, M., Quinn, G., McNulty, R. og Fitzpatrick, J. (2010). Self‐com - passion and emotional intelligence in nurses. International Journal of guðríður ester geirsdóttir o.fl. 98 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.