Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 56
Með vísindi í forgrunni hefur áhersla verið lögð á umfangsmikla skimun, rakningu smitleiða, sóttkví útsettra, einangrun sýktra, samkomutakmarkanir og fræðslu og upplýsingagjöf til almennings. Sérfræðingar sýkingavarna- og smitsjúkdómadeilda Landspítalans hafa tekið að sér ráðgefandi hlutverk fyrir heilbrigðisstofnanir um allt land, og mikið hefur mætt á þeim fáu hjúkrunarfræðingum sem hafa þekkingu á sérsviðinu. Þrátt fyrir ríka samstöðu og góðan árangur hefur komið glöggt í ljós að skortur er á þekkingu á sýkingavörnum og útbreiðslu smitsjúkdóma meðal hjúkr- unarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þörf á sérþekkingu í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta sérsvið mjög sterkt innan hjúkrunar á Íslandi og alþjóðlega, og má í því samhengi nefna hjúkrun berklasjúklinga og holdsveikra. Lítil áhersla hefur verið lögð á sérsviðið í framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga undanfarna áratugi og einungis örfáir hjúkrunarfræðingar eru með framhaldsnám á þessu sérsviði. Þörf er á sérþekkingu í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun alls staðar í heilbrigðisþjónustunni, á sjúkrahúsum, í heilsugæslu, á hjúkrunar heimilum og á vettvangi. Auk þess er þekking á sýkingavörnum gríðarlega mikilvæg við stefnu- mótun og ákvarðanir um fyrirkomulag stofnana. Í ljósi alls ofangreinds var skipuð námsnefnd um diplómanám á framhaldsstigi í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun vorið 2020. Við undirbúningsvinnu náms- leiðarinnar hafði námsnefnd samráð við helstu sérfræðinga hérlendis á sviði sýkinga- varna, smitsjúkdóma og örverufræði. Einnig var horft til uppbyggingar og efnisatriða sambærilegra námsleiða á hinum Norðurlöndunum við undirbúning námsins. Diplóma nám í sýkingavörnum og smitsjúkdómahjúkrun er skipulagt sem 30 ECTS- nám á framhaldsstigi, og það hugsað sem nám með starfi sem má ljúka á þremur til fjórum misserum. Námsleiðin var samþykkt sem viðbótardiplómanám á sérsviði hjúkrunar af deildarráði Hjúkrunarfræðideildar í febrúar 2021 og munu fyrstu nem- 56 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Diplómanám í sýkingavörnum og smitsjúkdóma- hjúkrun á meistarastigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Anna Tómasdóttir1, Berglind Guðrún Chu2 og Helga Jónsdóttir3 Heimsfaraldur covid-19 hefur haft víðtæk áhrif á líf og heilsu fólks um heim allan, og um leið dregið fram í dagsljósið styrkleika og veikleika sem snerta samfélagslega innviði okkar og heil- brigðiskerfið. Hér á landi hefur okkur tekist að standa saman og leggja traust okkar á sérfræðiþekkingu hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra fagaðila í viðbrögðum við útbreiðslu covid-19. Tilgangur diplómanámsins er að veita hjúkrunarfræðingum tæki- færi til að efla þekkingu sína og færni á sviði sýkingavarna og smit- sjúkdómahjúkrunar á lands- og heimsvísu. 1 MSc, hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma, A3. 2 Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smit- sjúkdóma. 3 Prófessor í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands og forstöðumaður fræða sviðs lang- veikra fullorðinna á Landspítala.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.