Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 65
Íslenska ICNP-setrið er eitt af 14 setrum í heiminum sem viðurkennd eru af ICN. Hin eru í Brasilíu, Síle, Íran, Írlandi, Kanada, Kóreu, Ítalíu, Minnesota í Bandaríkjunum, Noregi, Póllandi, Portúgal, Singapúr og eitt fyrir þýskumælandi lönd (Þýskaland, Sviss, Austurríki). Noregur og Danmörk hafa ákveðið að taka upp ICNP við skráningar í hjúkrun á lands- vísu. Samstarf er við hin Norðurlöndin um ICNP í gegnum Nordic Terminoloy Network. Hlutverk og markmið ICNP-setursins Hlutverk ICNP-setursins á Íslandi er að mynda og standa vörð um tengslanet hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og mennta- stofnana og annarra hagsmunaaðila á Íslandi til að þróa, þýða, innleiða og nota ICNP í kennslu, rannsóknum og klínísku starfi. Setrið skuldbindur sig til að starfa í samræmi við sýn ICN á e-Health. Markmið sem skilgreind voru fyrir umsókn til ICN voru: • Að vera virkur þátttakandi í þróuninni á ICNP m.a. með því að fá nemendur, hjúkrunarfræðinga og sér- greinar hjúkrunar til að vinna með ICNP • Að á hverjum tíma sé til uppfærð og aðgengileg íslensk þýðing á ICNP; setrið þarf að vinna með embætti land- læknis að því að undirbúa og birta ICNP fyrir not- endum með aðgengilegum og auðveldum hætti á net- inu og á þann hátt að það nýtist hjúkrunarfræðingum • Að ICNP sé innleitt á öllum sjúkrastofnunum á Íslandi og sé þar með hluti af rafrænni sjúkraskrá; setrið getur haft mótandi áhrif á hvað og hvernig verður innleitt og það krefst samstarfs við stofnanir og embætti land- læknis • Að ICNP endurspeglist í námskrá og kennslu í hjúkr- unarfræði; þessi verkefni fela í sér fræðslu til nemenda og kennara um ICNP, í raun að endurmennta hjúkrunar - stéttina • Að hvetja til og styðja við rannsóknir til að þróa og efla ICNP; m.a. með því að skipuleggja og móta verkefni sem nemendur í grunn- og framhaldsnámi geta komið að • Að skilgreina þarfir fyrir tæknilausnir og veita ráðgjöf um hvaða tæknilegi stuðningur þurfi að vera til staðar við innleiðingu og notkun ICNP í rafrænum sjúkra- skrárkerfum og sem lýtur alþjóðlegum stöðlum; sam- starf setursins, embættis landlæknis og hug búnaðar- fyrirtækja er mikilvægt hér, sérstaklega til að stuðla að því að viðurkenndir staðlar, s.s. ISO 18104, séu notaðir við innleiðingu ICNP í rafræna sjúkraskrá Lögð var fram metnaðarfull verkefnaáætlun fyrir hvert mark - mið sem er aðgengileg á heimasíðu setursins. Fyrsta rannsókn- arverkefnið var lokaverkefni til BS-prófs sem laut að því að skoða hversu vel hugtök í ICNP endurspegla viðfangsefni og íhlutanir hjúkrunarfræðinga sem tengjast lífsstíl. Ásta Bergrún Birgisdóttir og Kristín Margrét Kristjánsdóttir hjúkrunarfræð- ingar, unnu að því. Setrið mun nýta sér niðurstöður úr slíkum verkefnum til að hafa áhrif á þróun ICNP til hagsbóta fyrir fræðigreinina hjúkrun, hjúkrunarstarfið og þar með sjúk- lingum til heilla. Hér hefur verið tæpt á 35 ára sögu verkefna sem hafa beint og óbeint tengst uppbyggingu, þróun og notkun samræmds fag- máls í hjúkrun. ICNP er slíkt fagmál. Það er okkar hjúkrunar- fræðinga að hafa áhrif á tungutak fræðigreinarinnar. Með stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP, sem viður- kennt er af ICN, og í samstarfi við skilgreinda hagsmunaaðila getum við betur unnið að rannsóknum, þróun, þýðingu, inn- leiðingu og notkun ICNP á Íslandi. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að kynna sér verkefni og viðfangsefni sem tengj - ast ICNP, eru boðnir velkomnir og hvattir til að hafa samband. Netfang setursins er icnp@hi.is. Heimildir Abdellah, F. G. (1959). Improving the teaching of nursing through research in patient care. Í Gordon, M. (1987), Nursing diagnosis. Process and Ap - plication. (2. útg.). New York: McGraw-Hill Book Company. Anna Björg Aradóttir og Ásta Thoroddsen (ritstj.). (1997). Skráning hjúkr- unar – handbók (2. útg.) Reykjavík: Landlæknisembættið. Anna Stefánsdóttir. (2008). Stýrinefnd um skráningu hjúkrunar á Landspítala – Erindisbréf. Óútgefið skjal dagsett 12. mars 2008. Ásta Thoroddsen (ritstj.). (2002). Skráning hjúkrunar – handbók, (3. útg). Reykjavík: Landlæknisembættið. Ásta Thoroddsen. (2005). Applicability of the Nursing Interventions Classi- fication to describe nursing. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 19, 128–139. Ásta Thoroddsen. (2006). Staða hjúkrunarskráningar á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Mat á árangri átaks til bættrar skráningar. (Skýrsla). Reykjavík: Þróunarhópur um skráningu hjúkrunar, Landspítala. Ásta Thoroddsen. (2009b). Minnisblað til formanns Fíh, Elsu B. Friðfinns- dóttur, 15. sept. 2009 Ásta Thoroddsen. (2009a). Tillaga til stjórnar Fíh frá formanni vinnuhóps um upplýsingatækni í hjúkrun, 13. okt. 2009. Ásta Thoroddsen. (2012). Skráningarkverið. (1. útg.). Reykjavík: Sprengju- höllin. Ásta Thoroddsen. (2015). Skráningarkverið. (2. útg.). Reykjavík: Sprengju- höllin. Elín Eggerz-Stefánsson. (1981). Hjúkrunarferli — hjúkrunarrannsóknir. Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands, 58(1), 26–27. Elísabet Guðmundsdóttir. (2002). Nursing Sensitive Patient Outcomes (NOC) at Landspítali-University Hospital in Iceland. Óbirt meistararit- gerð: Háskóli Íslands, Reykjavík. Embætti landlæknis. (2016). Rafræn sjúkraskrá og heilbrigðisnet. Stefna Emb- ættis landlæknis til 2020. Sótt á: https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/ skjal/item28559/ Embætti landlæknis. (2020). Flokkunarkerfi. Sótt á: : https://www.land- laeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/flokkunarkerfi/ Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun. (2013). Stefna Fagdeildar um upp - lýs ingatækni í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Óbirt skjal. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2003). Ársskýrsla 2003. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2003.pdf Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2004). Ársskýrsla 2004. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2004.pdf Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. (2005). Ársskýrsla 2005. Akureyri: FSA. Sótt á https://www.sak.is/static/files/arskyrslur/arsskyrsla2005.pdf Gordon, M. (1987). Nursing Diagnosis. Process and Application. (2. útg.). New York: McGraw-Hill Book Company. saga hjúkrunarskráningar á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 65

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.