Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 6
4 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Sanngirni Það er rík ástæða til að horfa jákvæðum augum á komandi vetur. Í byrjun október stóð félagið fyrir sinni fyrstu kjararáðstefnu og er varla hægt að lýsa kraftinum, styrknum og samstöðunni sem var í loftinu þegar hátt í 80 trúnaðarmenn af öllu landinu komu saman. Markmiðið er skýrt. Stjórnvöld hafa í áratugi leyft sér að borga hefðbundnum kvennastéttum færri krónur en körlum. Þetta er augljóst þegar hóparnir eru bornir saman. Það er okkar markmið að breyta þessu. Hjúkrunarfræðingar eru ómissandi í heilbrigðiskerfinu og skipta sköpum í þjóðfélaginu. Nú er það okkar sameiginlega verkefni að minna á að þau gömlu gildi sem ranga verðmætamatið byggir á, eigi ekkert erindi inn í næstu kjarasamninga. Það kemur skýrt fram í kjarakönnuninni, sem lesa má nánar um hér inni í blaðinu, að hækka þarf grunnlaun. Það er ljóst að peningarnir eru til því hingað til hefur verið hægt að borga háar fjárhæðir til að plástra sárið. Nú þurfa yfirvöld að horfa með kjarki til framtíðar og forgangsraða fjármagninu til að leysa vandann. Það virðist alla vega ekki vera neinn skortur á frábærum leiðtogum í hjúkrun á Íslandi, það var augljóst á kjararáðstefnunni og líka á nýliðinni ráðstefnu European Nurse Directors Association (ENDA) sem haldin var í september. Það er engin tilviljun að þessi ráðstefna Evrópskra stjórnenda og leiðtoga í hjúkrun var haldin á Íslandi, hjúkrunarfræðingar á Íslandi eru mjög framarlega á heimsvísu er einmitt núna forseti samtakanna íslenskur hjúkrunarfræðingur. En það er ljóst að huga þarf að öllum hlekkjum í íslensku heilbrigðiskeðjunni. Í mínum huga er það skýrt að án hjúkrunarfræðinga er ekkert heilbrigðiskerfi, án hjúkrunarstjórnenda starfa engar heilbrigðisstofnanir og án sérfræðinga er ekki hægt að mennta hjúkrunarfræðinga. Niðurstaða nýafstaðinnar kjarakönnunar þarf ekki að koma neinum á óvart og er í takt við niðurstöður annarra kannana sem Fíh hefur gert undanfarin ár. Hjúkrunarfræðingar upp til hópa eru almennt ánægðir í starfi og vilja sinna hjúkrun. Á sama tíma hafa tveir þriðju íhugað af alvöru að segja upp störfum á síðustu tveimur árum, iðulega vegna álags og kjara. Þess vegna er staðan í dag svo bagaleg. Það skýtur svo skökku við að hafa svo mikilvæga fagstétt sem vill gjarnan vinna við það sem hún menntaði sig til en starfsumhverfið í sinni víðustu mynd virðist ekki ætla, enn og aftur, að styðja það. Þetta er ekki flókið, við viljum að stéttin sé metin að verðleikum. Við erum öflug fagstétt sem fær ekki kjör í samræmi við menntun, ábyrgð og álag í starfi. Það sem við förum fram á er sanngirni og réttmæti. Það eru margir hjúkrunarfræðingar sem hafa áhyggjur af komandi kjaraviðræðum og er það skiljanlegt miðað við allt sem á undan er gengið í kjaramálum hjúkrunarfræðinga. En það er enginn leið að spá fyrir um framtíðina. Verkefnið verður þó spennandi og við nálgumst það með jákvæðum hætti. Alla vega fellur núverandi gerðardómur úr gildi 1. apríl næstkomandi og vona ég svo innilega að við verðum komin á fullt við samningaborðið á þeim tíma. Það verður áhugavert að sjá hvað okkur býðst og hverju við komum til með að ná fram. Eitt er þó víst að með sameinuðum krafti og samstöðu stéttarinnar, trúi ég að við náum hvað lengst. Pistill formanns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.