Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 11
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 9 Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir er hjúkrunarfræðingur á deild 11B sem er dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga. Ingibjörg nam hjúkrunarfræði í Kaupmannahöfn og eftir að hafa starfað á Ríkisspítalanum í fjögur ár ákvað fjölskyldan að flytja til Grænlands. Eiginmaðurinn hafði numið eskimóafræði, eins og það hét þá, í Kaupmannahafnarháskóla. Hann fékk vinnu á héraðssafninu í Sisimiut sem er annar stærsti bær Grænlands og Ingibjörg hóf störf á hérðassjúkrahúsi í bænum. Ingibjörg segir að ólík menning þar sem til að mynda ofbeldi og sjálfsvíg voru algengari en í því samfélagi sem hún kom úr, auk úrræðaleysis gagnvart skjólstæðingum, hafi reynst henni erfiðast á nýjum slóðum. Grænland fangaði engu að síður hjarta hennar og eftir að hafa flust þangað búferlum tvisvar sinnum er fjölskyldan flutt heim til Íslands. Ritstýran hitti Ingibjörgu á Kjarvalsstöðum og fékk að heyra um Grænlandsævintýrin og áskoranirnar yfir rjúkandi kaffibolla. ,,Árið 2017 þegar ég kom heim frá Grænlandi í annað sinn hóf ég störf hjá Háskólanum, þar var ég að vinna í rannsókn sem heitir „Blóðskimun til bjargar“. Í febrúar á þessu ári hætti ég í því starfi og fór til Grænlands í nokkra mánuði til að vera í nálægð við elsta son minn,“ segir hún en Ingibjörg og eiginmaður hennar, Ólafur Rafnar Ólafsson, eiga þrjá syni, þá Björn, Úlf og Hrafn. „Hann var þar á þriðja ári í menntaskólanámi í Norður-Atlantshafsbekknum, maðurinn minn og yngri synirnir komu svo út til okkar í apríl og Björn varð stúdent í lok júní. Ég kom til Íslands aftur í ágúst og hóf störf á Landspítalanum.“ Ekki hægt að yfirgefa þorpið nema með bát eða flugi Það má segja að Ingibjörg sé reglulega með annan fótinn á Grænlandi, fjölskyldan flutti alfarið heim til Íslands árið 2017 en Ingibjörg segist nokkrum sinnum síðan þá hafa skroppið til Grænlands til þess að taka vinnutarnir á héraðssjúkrahúsinu í Sisimiut. En hvað er það við Grænland sem togar í hana, hvers vegna fer hún alltaf aftur? „Það eru án efa rólegheitin í þessum yndislega smábæ sem ég sæki í, þar búa einungis um 5.500 manns og bærinn því ekkert mikið stærri en Ísafjörður og í rauninni er margt ekki svo ósvipað. Þetta er mjög einangrað samfélag og það er til að mynda ekki hægt að fara til næsta bæjar sem er í um 150 km fjarlægð nema með bát eða flugi. Það er ekki hægt ekki keyra á milli neinna bæja á Grænlandi þannig að hver bær er má segja séreining. Mér finnst þetta einangraða líf heillandi og eftirsóknarvert og svo er náttúran þarna alveg einstök, mikil kyrrð og fegurð,“ segir Ingibjörg hugsi og það fer ekki á milli mála að smábærinn Sisimiut á Grænlandi á sérstakan stað í huga hennar. Úrræðaleysi og valdbeiting olli andlegri vanlíðan Ingibjörg lærði hjúkrun í Kaupmannahöfn en hvers vegna þar? „Ég flutti til Kaupmannahafnar árið 1999 því mig langaði að breyta til í lífinu og gera eitthvað nýtt. Þegar ég var búin að vinna þar í um ár rakst ég á auglýsingu þar sem boðið var upp á eins árs fornám fyrir nám í hjúkrunarfræði. Ég ákvað að slá til því ég vissi að það vantaði hjúkrunarfræðinga og mig langaði að mennta mig meira. Ég hafði unnið nokkur sumur á röntgendeild á Landspítala þegar ég var ung og held að þá hafi áhuginn á hjúkrun kviknaði, mér fannst þetta heillandi starf og spítalaumhverfið einnig,“ segir hún einlæg. Eftir að Ingibjörg útskrifaðist starfaði hún í nokkra mánuði á lokaðri geðdeild en á þeim tíma stefndi hugurinn á sérnám í geðhjúkrun. Þau plön breyttust og hún hætti á geðdeildinni og fór að vinna á blóðmeinadeild á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. „Mér fannst starfsumhverfið á geðdeildinni of erfitt andlega, á þessum tíma, ég starfaði þar árið 2005, var mikil valdbeiting, Viðtal Fjölskyldan á fermingardegi elsta sonarins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.