Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 19
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 17 Stafvæðing og ýmiss konar snjalllausnir verða mikilvægir þættir í þjónustu og stjórnun sjúkrahúss eins og Landspítala í framtíðinni. Nýting gagna í rauntíma mun bæta stýringu þjónustuúrræða. Sem dæmi um slíkar lausnir sem nýtast innan heilbrigðiskerfisins má nefna: Skilvirkari klínísk skráning, t.d. með sjálfvirkri yfirfærslu upplýsinga úr mælitækjum í sjúkraskrá og snjallforritum í síma fyrir starfsfólk. Samtímaskráning, t.d. þar sem hægt er að tala upplýsingar beint inn í kerfin. Aukin þátttaka fólks í eigin meðferð, m.a. með markvissri notkun Heilsuveru þar sem notendur heilbrigðiskerfisins hafa aðgang að sínum persónulegu sjúkragögnum og geta átt í samskiptum við meðferðaraðila. Notendur heilbrigðisþjónustu gera vaxandi kröfu um slíka þjónustu en mikilvægt er að hugsa hana vel og að setja henni mörk svo að heilbrigðisstarfsmenn anni henni. Vöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma með snjall- tækni. Þegar er unnið að þróun slíkra lausna í samvinnu við Sidekick Health. Horfa þarf út fyrir rammann til að finna leiðir Verkefni forstjóra Landspítala eru víðtæk og það heyrist á Runólfi að hann er að horfa á stóru myndina þegar kemur að þjónustunni með allt starfsfólk Landspítala í huga. Fátt af því sem Runólfur hefur rætt í þessu viðtali ætti að koma hjúkrunarfræðingum á óvart. Það er þó ljóst að hann metur framlag hjúkrunarfræðinga mikils og gerir sér grein fyrir mikilvægi þeirra í heildarsamhenginu. Hvaða töfrum ætlar hann að beita til að laða hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítala og til að halda í þá sem þegar eru þar? „Mér leikur forvitni á að vita hve margir hjúkrunarfræðingar eru ekki við störf innan heilbrigðiskerfisins og við hvað þeir eru að þá að fást“, segir hann kankvís. Það er skiljanleg spurning því það skiptir máli að vita eftir hve miklu er að slægjast áður en lögð Viðtal eru út net. Tímarit hjúkrunarfræðinga leitaði svara við þessari spurningu og niðurstöðuna má sjá í töflu hér fyrir neðan. Fjöldi hjúkrunarfræðinga með gilt starfsleyfi á Íslandi * Embætti landlæknis (2022). Heilbrigðisupplýsingar, tölvupóstur frá Hildi Björk Sigbjörnsdóttur, verkefnisstjóra, 4.10.2022 **Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (2022). Ársskýrsla 2021 – 2022. Sótt á vefinn 19.10.2022: https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/utgefid-efni/ Skyrslur/%c3%81rssk%c3%bdrsla%20F%c3%adh%202021-2022.pdf ***Landspítali (2022). Hagdeild Landspítala, tölvupóstur frá Helgu Bjarnadóttur, deildarstjóra, 1.9.2022 Hjúkrunarfræðingar Fjöldi Með gilt starfsleyfi í árslok 2021* 5847 Með gilt starfsleyfi, búsetu á Íslandi og yngri en 70 ára í árslok 2021* 4452 Sem greiða til Fíh í árslok 2021** 3656 Starfandi á Landspítala, félagar í Fíh 1.9.2022*** 1801 Starfandi á Landspítala, félagar í Fíh, annað þjóðerni en íslenskt, 1.9.2022*** 156 Starfandi á Landspítala, félagar í Fíh, 65 ára og eldri 1.9.2022*** 133 Í sínu fyrsta starfi sem hjúkrunarfr. á Landspítala 2021, félagar í Fíh*** 128 Viðbragðsteymið er skipað af heilbrigðisráðherra 25. ágúst 2022 og er gert að skila tillögum um aðgerðir í bráðaþjónustu til ráðherra fyrir 15. desember nk. Hlutverk teymisins er að setja fram tímasetta áætlun til næstu 3-5 ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu á landinu öllu með það að markmiði að bæta þjónustu, minnka sóun og auka árangur. Megináhersla viðbragðsteymisins skal vera á móttöku bráðatilvika innan veggja heilbrigðiskerfisins, s.s. slysamóttöku heilsugæslustöðva, bráðamóttökur og aðra vaktþjónustu. Samstarf allra aðila sem koma beint og óbeint að bráðaþjónustu er nauðsynlegt til að tryggja fullnægjandi og örugga þjónustu til framtíðar. Teymið skal hafa til hliðsjónar aðgerðaáætlun ráðuneytisins um sjúkraflutninga og bráðaþjónustu sem að meginefni er byggð á skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag sjúkraflutninga til hliðsjónar varðandi þann hluta bráðaþjónustu. Viðbragðsteymi bráðaþjónustu https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=770c3ab8-2796-11ed-9bb0-005056bc4727 Runólfur telur annars upp þrennt sem hann telur mikilvægt fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga: Gott vinnuumhverfi, hæfilegt álag og fjölbreyttir starfsþróunarmöguleikar. „Laun skipta líka máli,“ segir hann. „Við verðum að vera sam- keppnisfær við aðrar stofnanir en erum náttúrulega bundin af fjárveitingum til spítalans sem taka m.a. mið af kjarasamningum.“ Hann segir að nýtt launaþróunarkerfi sé til skoðunar og telur að sérstaklega sé mikilvægt að huga að launaþróun fyrstu árin í starfi því að hún getur haft ráðandi áhrif á þróun starfsferils. Jafnframt megi mögulega líta til ákveðinna aðstæðna sem geti verið tilefni til

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.