Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 22
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Samúðarþreyta Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni á Akureyri, þekkir einkenni og afleiðingar samúðarþreytu eflaust betur en flestir en þetta hugtak má segja að sé frekar nýlegt í umræðunni og ekki öllum ljóst hvað nákvæmlega það merkir. Við ákváðum að heyra í Katrínu Ösp og fræðast nánar um þetta hugtak, samúðarþreyta. ,,Það er í eðli okkar að bregðast við þegar við sjáum aðra manneskju í þjáningu, angist eða sorg en við eigum það til að gleyma, eða fáum jafnvel ekki tækifæri til þess, að veita okkar eigin viðbrögðum athygli. Samúðarþreyta (e. compassion fatigue) lýsir því þegar starfstengd lífsgæði fagmanns (hjúkrunarfræðings) eru ekki að mæta þörfum hans og farin að kosta fagmanninn heilsu,“ segir Katrín aðspurð um hvað samúðarþreyta sé. Hún segir áhættuþætti til dæmis að verða ítrekað vitni að þjáningu, sorg og áföllum fólks. ,,Þegar starfsmaður á erfitt með að viðhalda persónulegum mörkum, er undir miklu álagi og það er skortur á sjálfsumhyggju svo fátt eitt sé nefnt.“ Katrín Ösp Jónsdóttir segir áhættuþætti að verða ítrekað vitni að þjáningu, sorg og áföllum annarra Nafn Katrín Ösp Jónsdóttir Menntun Hjúkrunarfræðingur í meistaranámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði við Háskólann á Akureyri. Starf Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri greininga- og meðferðarúrræða hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni á Akureyri. Áhugamál Ég sem ljóð þegar þannig liggur á mér og finnst gaman að hlaupa og dansa. Er annars mjög heimakær og elska að spila hin ýmsu borðspil með fjölskyldu og vinum. Einkenni samúðarþreytu og samúðarsátt Katrín segir einkenni samúðarþreytu geta verið m.a. magnleysi, svefnvandamál, höfuðverkur, meltingartruflanir, reiði, kvíði, pirringur, vonleysi, atgervisflótti, einbeitingarvandi og þegar fagaðilinn er fjarlægur gagnvart skjólstæðingum sínum, það er að segja hefur minni getu til að finna til samkenndar. ,,Neikvæðari viðhorf og örmögnun geta líka verið einkenni samúðarþreytu sem getur leitt af sér mistök í starfi, lakari gæði hjúkrunar, efasemdir um gildi starfsins og löngun til að hætta í starfi. Ef starfsmaður hættir eykur það skort á hjúkrunarfræðingum sem aftur getur aukið líkurnar á samúðarþreytu á meðal þeirra sem eftir eru starfandi. En ef starfsmaður er áfram í starfi með ómeðhöndluð einkenni samúðarþreytu þá getur það leitt til kulnunar. Það er því mikilvægt að vera með úrræði í boði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Með því að þekkja okkar eigin viðbrögð og einkenni samúðarþreytu þá erum við betur í stakk búin til að þjóna skjólstæðingum og um leið að hlúa að okkar eigin þörfum,“ segir Katrín og tekur fram að samúðarsátt (e. compassion satisfaction) sé mótvægið við samúðarþreytu. ,,Það er þegar Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir / Myndir: Úr einkasafni Samúðarþreyta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.