Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 23
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 21 Samúðarþreyta hjúkrunarfræðingur m.a. upplifir að starfið falli vel að gildum hans. Hann á auðvelt með að nota samkennd sem verkfæri, er í góðum tengslum við skjólstæðinga sína og líður vel á vinnustað sínum, upplifir jákvætt andrúmsloft og samstöðu á vinnustaðnum,“ útskýrir hún og bætir við að jafnvægi milli einkalífs og vinnu, góð sjálfsþekking og sjálfsumhyggja eigi einnig við um samúðarsátt. „En þegar ég var að leita að íslensku orði yfir compassion satisfaction fékk ég margar góðar uppástungur frá vinum, þar á meðal orð eins og samkenndarsvölun, umönnunarsátt, umönnunaránægja og samúðarsátt sem mér fannst lýsa hugtakinu best.“ Forvarnir, fræðsla og stuðningur ,,Á einfölduðu máli má skipta samúðarþreytu í tvo undirflokka; starfstengd áföll og kulnun. Starfstengd áföll geta verið áföll sem eru ,,viðurkennd“ af heilbrigðiskerfinu, s.s. alvarleg atvik, og eftir slík áföll eru stundum haldnir viðrunarfundir. En svo eru önnur áföll sem eru ekki eins viðurkennd en geta einnig haft djúpstæð áhrif á líðan starfsmannsins. Afleiðingar áfalla í starfi geta verið samúðarþreyta og mikilvæg bjargráð gegn áföllum í starfi eru sjálfþekking, samúðarsátt, stuðningur og úrræði á vinnustað.“ Katrín segir að forvarnir séu gríðarlega mikilvægar þegar kemur að samúðaþreytu og ættu að hefjast strax í hjúkrunarfræðináminu með fræðslu um áhrif áfalla í starfi, einkenni samúðarþreytu og leiðir til að efla sjálfsþekkingu. Hún segir einnig mjög mikilvægt að koma á fót formlegum stuðningi vinnuveitenda. ,,Það sem getur verið fyrirstaða eru til að mynda óbein skilaboð til hjúkrunarfræðinga um að þeir eigi að höndla erfiðar aðstæður. Það getur leitt til þess að hjúkrunarfræðingar eigi erfiðara með að tjá sig um erfiðar aðstæður og atvik sem upp koma. Auk þess er ekki alltaf tími eða aðstaða fyrir starfsfólk til þess að ræða það sem upp kemur. Það dugar ekki að segja bara; ,,svo veistu af áfallateyminu ef þú þarft á því að halda.“ Trúnaður, eins mikilvægur og hann er, kemur í veg fyrir það að fagfólkið geti leitað til fólksins síns heima varðandi sína líðan,“ segir Katrín. Samúðarþreyta er ógn Hugtakið samúðarþreyta, hver er uppruni þessa hugtaks ef svo má að orði komast? ,,Dr. Charles Figley, bandarískur prófessor í sálfræði, var þekktur fyrir vinnu sína með hermönnum sem voru með áfallastreituröskun. Hann tók þá eftir sambærilegum einkennum hjá sjálfum sér og öðru fagfólki, sem þó hafði ekki upplifað áföllin beint, heldur starfaði við að hlúa að fólki sem hafði upplifað áföll. Figley hóf þá að rannsaka þessi einkenni sem hann nefndi Compassion fatique eða samúðarþreytu. Árið 1995 gaf hann út bók um samúðarþreytu þar sem kemur til að mynda fram að atgervisflótta heilbrigðisstarfsmanna mætti meðal annars rekja til samúðarþreytu,“ útskýrir Katrín. Hún segir að víða erlendis hafi rannsakendur beint athygli sinni að samúðarþreytu á meðal lögreglumanna, kennara, heilbrigðisstarfsmanna og fleiri stétta. „Rannsóknirnar styðja við þær staðhæfingar Figley að samúðarþreyta sé ógn við heilbrigðisstarfsmenn og kennara og þar með við heilbrigðis- og menntakerfi,“ segir hún. Handleiðsla fagaðila mikilvæg Er það rétt að samúðarþreyta sé flokkuð í annars stigs áfall og svo kulnun? ,,Já, en eftir mikinn lestur um samúðarþreytu myndi ég heldur flokka samúðarþreytu í starfstengd áföll og kulnun. Starfstengd áföll geta m.a. verið bein áföll (e. direct trauma), annars stigs áföll (e. secondary trauma), staðgengils áföll (e. vicarious trauma) og siðferðileg áföll (e. moral injury /moral distress) og öll geta þessi áföll haft djúpstæð áhrif,“ segir Katrín. Hversu mikilvægt er að geta aðskilið vinnu og einkalíf til að hugsanlega koma í veg fyrir að starfsmaður upplifi samúðarþreytu? ,,Það er mjög mikilvægt. Sjálfsþekking er þarna mikilvægust að mínu mati. Að þekkja eigin viðbrögð; tilfinningaleg, líkamleg og hvernig við hegðum okkur í hinum ýmsu aðstæðum. Það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær við erum að upplifa áföll. Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað bein áföll eru en það eru svo margir aðrir þættir sem geta flokkast undir áföll. Handleiðsla fagaðila er gríðarlega mikilvæg til þess að fá að vinna með þessi áföll í starfi. Ég gerði eigindlega rannsókn í náminu þar sem ég tók viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem allir áttu það sameiginlegt að vera með háan starfsaldur og sérhæfingu. Einn af þeim sagði þetta um starfstengd áföll: „… en það eru öll hin þessi litlu sem byggjast upp, eins og einhverjar tröppur sem að maður gleymir en eru samt þarna í undirmeðvitundinni og maður man kannski ekkert nákvæmlega hvernig þetta var en þau eru samt að hafa áhrif ... Þú getur ekki endalaust tekið inn á þig. Þetta hlýtur að stoppa einhvern tímann. Líkaminn segir bara stopp. ... Ég hætti að geta andað almennilega ... allt í einu var þindin bara komin upp í lungu ... Hún fer alltaf hærra og hærra upp. Kannski eins og tröppurnar. Þá verður maður að stoppa, þegar maður getur ekki andað ... hver á þá að bjarga mér?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.