Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 24
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Áfallasaga og álag – áhrifaþættir Eru sumir móttækilegri en aðrir þegar kemur að samúðarþreytu? „Já, til dæmis virðast þeir einstaklingar sem eiga auðveldara með samkennd vera útsettari fyrir samúðarþreytu en hægt er að þjálfa sig í að nota samkennd sem verkfæri og að setja sér mörk. Þættir sem geta gert það að verkum að sumir eru móttækilegri en aðrir eru til að mynda eigin áfallasaga, of mikið álag í starfi, of margir skjólstæðingar og takmörkuð starfsreynsla. Einnig geta aðrir þættir, eins og að hafa ekki fengið fræðslu um áhrif áfalla annarra á eigin líðan og skortur á baklandi og stuðningi, haft áhrif,“ segir Katrín og bætir við að persónuleg staða viðkomandi skipti líka máli og sé áhrifaþáttur og eins það að viðkomandi sé meðvitaður um að hann sé stundum eða jafnvel oft, að vinna með þung mál og erfið áföll. Þarf að hlúa betur að heilbrigðisstarfsfólki til að sporna við atgervisflótta Eru kulnun og samúðarþreyta nátengd? „Já, vegna þess að samúðarþreyta getur leitt til kulnunar. En það er vel hægt að vinna með samúðarþreytu og þannig koma í veg fyrir að hún leiði til kulnunar,“ segir Katrín og aðspurð um fyrirbyggjandi aðferðir segir hún að sjálfsþekking og sjálfsumhyggja séu lykilatriði þegar komi að andlegri heilsu. „Að finna tilgang með starfinu, finna að það sem maður er að gera skiptir máli fyrir skjólstæðinginn, aðstandendur hans, vinnufélagana, vinnustaðinn og samfélagið, það eflir samúðarsátt,“ segir hún. En telur hún að heilbrigðiskerfinu hér á landi standi ógn Katrín ásamt Hildi Ingu, samstarfskonu sinni Samúðarþreyta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.