Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 33
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 31 Fjölskylduhagir? Gift Gunnari Guðmundssyni, saman eigum við Kríu Gunnars- dóttur sem er fimm ára og hvolpinn Vestri sem er árs gamall af breton-tegund. Fædd og uppalin á Akureyri. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri fluttist ég suður til Reykjavíkur. Hvenær kláraðir þú hjúkrunarfræði og hvers vegna ákvaðst þú að skella þér í framhaldsnám í stjórnun? Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2015 og fór beint í diplómanám í lýðheilsuvísindum. Hef síðan starfað á mismunandi deildum á Landspítalanum og síðastliðin ár sem verkefnastjóri og tengiliður í starfsendurhæfingu. Upphaflega ætlaði ég að taka meistaranám með áherslu á geðheilbrigðisfræði og byrjaði á þeirri línu en svo fékk ég ábendingar úr ýmsum áttum, meðal annars frá góðri vinkonu minni, um að ég væri með styrkleika á sviði stjórnunar. Eftir að hafa hugsað málið þá skipti ég um línu og sé ekki eftir því. Hvar starfar þú í dag? Eftir fjögur frábær ár hjá Janusi endurhæfingu tók ég þá ákvörðun að breyta til. Í byrjun október tók ég við stöðu deildarstjóra á Sóltúni Heilsusetri. Þetta er nýtt og spennandi þjónustuúrræði fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu, með fjölþættri heilsueflingu, í skammtímadvöl. Hvenær kviknaði áhuginn á stang- og skotveiði og hvort kom á undan? Pabbi minn er mikill stangveiðimaður og veiðar á stöng hafa því lengi verið hluti af mínu lífi. Foreldrar mínir voru duglegir að ferðast með okkur systkinin um landið, við gistum í tjaldvagni svo ég lærði snemma að meta náttúruna. Þegar ég kynntist Gunnari fór ég að prófa mig áfram í skotveiðinni og fann mig þar, til að byrja með var það hugsunin um að veiða mér til matar sem kveikti áhugann hjá mér. Ástæðan er sú að á síðustu áratugum höfum við fjarlægst uppruna matarins sem við borðum, við kaupum kjötið í neytendapakkningum, grænmetið úr hillunum, mjólkina í fernum o.s.frv. Mér þótti tilhugsunin um að taka virkan þátt í öllu ferlinu og að vita hvaðan maturinn minn kemur heillandi og eftir að ég fór að stunda veiðar sjálf ber ég meiri virðingu fyrir matnum sem endar á diskinum mínum. Að sjálfsögðu erum við ekki sjálfbær að öllu leyti en við reynum að veiða, tína og rækta eins mikið af okkar fæðu og við mögulega getum. Ef ég á að nefna önnur áhugamál verð ég að nefna jóga, ljósmyndun og útivist. Hvað heillar þig mest við veiðar og veiðiferðir? Það að fara á veiðar er svo frábrugðið hversdagslífinu, það er heillandi, alla vega fyrir okkur sem búum í höfuðborginni. Þegar ég fer á veiðar skipti ég svolítið um gír en að sjálfsögðu snúast veiðiferðirnar að miklu leyti um félagsskapinn, útiveru og fallega náttúru. Verð samt að segja að það er önnur tilfinning að vera með byssu eða veiðistöng með sér. Ég held að flestir veiðimenn sýni ábyrgð, vilji gera vel og vanda sig. Dýrið á skilið þá virðingu að maður mæti til veiða í góðu formi og taki gott skot. Þetta snýst í rauninni um allt ferlið og tilfinningin er ólýsanleg þegar allt gengur upp. Hvað finnst þér skemmtilegast að veiða? Hver veiði hefur sinn sjarma og það er því erfitt að gera upp á milli. Við erum samt mest spennt fyrir rjúpnaveiðum núna því nýlega fengum við okkur fuglahund sem heitir Vestri, hann er enn þá hvolpur en undanfarið höfum við lagt mikla vinnu og metnað í að þjálfa hann. Það er bara svo skemmtilegt að sjá hvað hann er ólmur í að gera vel og læra. Rjúpnaveiðar hafa því vinningin núna. Áttu uppáhaldsstaði á Íslandi þar sem áhugamálið og umhverfið blandast fullkomlega og mynda töfrandi heim veiðimannsins? Rauðisandur fyrir vestan er minn uppáhaldsstaður. Það er dásamlegt að vera í sveitinni í rólegheitum og þar getur öll fjölskyldan notið þess að vera saman. Þarna er hægt að stunda stang- og skotveiðar í næsta nágrenni en náttúrufegurðin á Vestfjörðum er engu lík. Viðtal: Sigríður Elín Ámundsdóttir | Myndir: Úr einkasafni Sportið Alma Rún Vignisdóttir hjúkrunarfræðingur tók nýlega við starfi deildarstjóra á Sóltúni Heilsusetri. Alma ólst upp á Akureyri og ferðaðist á æskuárunum mikið með fjölskyldu sinni um landið með tjaldvagn í eftirdragi. Hún segist þarna hafa lært að meta náttúruna, faðir Ölmu var og er mikill stangveiðimaður og í gegnum hans áhuga fékk hún kannski fyrst veiðiáhugann. Alma flutti til Reykjavíkur, fór í hjúkrunarfræði við HÍ og ákvað svo að fara í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við HA. Hún og eiginmaðurinn, Gunnar Guðmundsson, eiga sameiginlegt áhugamál sem eru veiðar; bæði stang- og skotveiðar. Ekki eins hefðbundið áhugamál og hlaup eða hjólreiðar en áhugavert. Við heyrðum í Ölmu og fengum innsýn í heim veiðimannsins sem elskar Rauðasand, Vestfirði og haustlitina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.