Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 37
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 35 Viðtal „Ég hafði heyrt um þessi almennu einkenni eins og hita- og svitakóf en ekki þessi alhliða einkenni, mikil andleg einkenni oft og það fannst mér áhugavert.“ Stærri sveiflur en á gelgjuskeiðinu Samkvæmt Hönnu Lilju gengur hópur kvenna á milli lækna, enginn finnur hvað er að og á þær er mögulega ávísað lyfjum sem veita þó engan bata. Ýmis einkenni geta komið fram allt að tíu árum áður en tíðahvörfin ganga í garð. Þessi einkenni geta verið versnandi fyrirtíðarspenna, höfuðverkur og nætursviti rétt áður en blæðingar hefjast. Þetta er fyrsta vísbendingin um að frjósemisskeiðinu sé að ljúka. Konur eru ekki alltaf meðvitaðar um þetta en markmið Gynamedica er að breyta því. Harpa segir einkenni breytingaskeiðsins hafa komið sér á óvart. „Mér fannst ég sjálf vita svo lítið um þetta, það kom svo á óvart, búin að læra hjúkrunarfræði og hef mikinn áhuga á heilsu. Ég hafði heyrt um þessi almennu einkenni eins og hita- og svitakóf en ekki þessi alhliða einkenni, mikil andleg einkenni oft og það fannst mér áhugavert.“ Hanna Lilja tekur í sama streng og segir andleg einkenni lítið viðurkennd sem einkenni breytingaskeiðs. Miklar hormónabreytingar eiga sér stað á breytinga- skeiðinu og eru þær í raun meiri heldur en stúlkur ganga í gegnum á táningsaldri. Harpa upplifði þetta sjálf þegar hún byrjaði á breytingaskeiðinu og segist hafa gengið á vegg, „vissi ekkert hvað var í gangi, svo áttaði ég mig á því og fór þá að lesa mér til um breytingaskeiðið og tengdi við margt.“ Áhugi kviknaði og lá hún yfir fræðunum í um eitt og hálft ár; hlustaði á hlaðvörp, las mikið og fékk í kjölfarið áhuga á því að hjálpa öðrum konum. Heilaþoka og hjartsláttatruflanir Ekki ganga allar konur með börn en allar konur ganga í gegnum breytingaskeiðið nái þær þeim aldri. „Ákveðið hlutfall kvenna á þessu tíu ára aldursbili líður ekki vel og leita endurtekið til lækna, þær upplifa oft mikil einkenni breytingaskeiðsins eins og heilaþoku, gleymsku og minnisleysi. Jafnvel þannig að þær halda að þær séu komnar með heilaæxli eða snemmkomna heilabilun. Mjög margar konur eru búnar að fara í tölvusneiðmyndatöku af heila, sem er ekkert ódýr rannsókn. Þær fá margar hjartsláttartruflanir, hafa farið til hjartalækna, í Holter, hafa farið í allar mögulegar rannsóknir, ómun á hjarta og það finnst ekki neitt,“ segir Hanna Lilja. Allt þetta er kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið sem mögulega væri hægt að minnka með því að spyrja konur til dæmis að því hvernig tíðahringurinn þeirra sé og hvort þær séu farnar að upplifa einkenni sem geta tengst breytingaskeiðinu. Það þarf að hafa þetta með í mismunagreiningunni, en þegar einkennin geta átt við aðra sjúkdóma getur greiningin tafist eða þær ranglega greindar með einhvern annan sjúkdóm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.