Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 46
44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Hjúkrunarfræðineminn Á hvaða ári ertu í náminu? Ég er á fjórða ári í HA. Hvers vegna valdir þú að nema hjúkrun á Akureyri? Ég hafði heyrt góða hluti um skólann og þá sérstaklega um hjúkrunarfræðinámið. Það komast færri að en í HÍ sem gerir það að verkum að hóparnir eru minni og kennslan persónulegri. Einnig hentar það mér mjög vel að allar kennslustundir eru teknar upp þannig að ef ég missi af tíma eða langar til að dýpka skilninginn á einhverju get ég alltaf nálgast upptöku af fyrirlestrinum. Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni? Já algjörlega! Það var einmitt eitt af því sem mér fannst hvað mest heillandi við hjúkrunarfræðina að maður getur unnið hvar sem er í heiminum eftir útskrift. Skemmtilegasta fagið? Allt nema rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining. Erfiðasta fagið? Veit ekki með erfiðasta en sýkla-, ónæmis- og veirufræði er klárlega það fag sem mér fannst flóknast. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Sennilega bara hvað hjúkrunarfræði er ótrúlega fjölbreytt og býður upp á marga starfsmöguleika að námi loknu. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Áfanga sem snýr að áföllum og andlegri líðan. Það er í boði sem valáfangi á fjórða ári en mér finnst að það ætti að vera skyldufag. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Mig langaði upprunalega til að sérhæfa mig í heilabilunum en eftir öll þessi verknám snýst ég bara í hringi og langar til að bæta við mig þekkingu í svo mörgu. Ég held ég byrji á kennsluréttindum og sjái svo til hvað ég geri eftir það. Hressasti kennarinn? Þeir eru flestir hressir og skemmtilegir en Nanna tekur toppsætið sem hressasti kennarinn. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Það eru svo ótrúlega margar flottar fyrirmyndir sem hafa orðið á vegi mínum en ég lít sérstaklega upp til Hólmfríðar. Hún hefur kennt mér og svo vinn ég núna með henni á lyflækningadeildinni á SAk, mér finnst hún búa yfir mörgum af þeim eiginleikum sem mig langar til að hafa sem hjúkrunarfræðingur. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Hafa hlýja nærveru, vera laus við fordóma og vera góð í mannlegum samskiptum. Einnig að vera fagleg fyrirmynd. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Það er svo ótrúlega margt sem heillar mig, en mér finnst skólahjúkrun og hjúkrun fólks með heilabilun hvað mest spennandi. Lyflækningadeildir eru líka ofarlega á listanum vegna þess hve fjölbreyttar þær eru. Besta ráðið við prófkvíða? Pabbi sagði mér einu sinni þegar ég var eitthvað stressuð að ég ætti bara að gera eins vel og ég gæti, ég gæti ekki gert betur en það. Ég minni mig reglulega á það í prófum og finnst það hjálpa mér að róa hugann. Besta næðið til að læra? Á næturnar þegar allir eru sofnaðir. Hvernig nærir þú andann? Með því að taka góða æfingu eða fara í göngutúr með gott hlaðvarp í eyrunum. Þrjú stærstu afrek í lífinu? Að vera komin svona langt í námi sem ég hélt að væri allt of erfitt fyrir mig. Að hafa unnið í sjálfri mér til að komast á þann stað sem ég er á í dag og gefið mér tíma til að ferðast, en það hefur aukið víðsýni mína og kennt mér svo margt. Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun? Ég held að það vanti bara fleiri karlmanns fyrirmyndir og að kennarar/yfirmenn vandi sig við að tala ekki í kvenkyni yfir hópinn þannig að þeim finnist þeir vera utangátta. Hvernig nemandi ertu? Ég er með frestunaráráttu á háu stigi en á sama tíma með mikla fullkomnunaráráttu, sem getur verið mjög flókin tvenna. Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun? Starfsumhverfið þarf að vera eftirsóknar- verðara. Launin þurfa svo að vera sanngjörn og í samræmi við ábyrgð, álag og menntun. Einnig tel ég mikilvægt að stjórnvöld reyni sitt besta til að koma til móts við nema og gera þeim auðveldara fyrir með því að veita styrki eða eitthvað slíkt þegar nemendur þurfa að fara í verknám fjarri heimili sínu. Það er ótrúlega einkennilegt að þegar nemar utan af landi fara í ógreitt verknám þurfi þeir að greiða fyrir leiguhúsnæði meðan á verknámi stendur, samtímis því að vera að greiða leigu á stúdentagörðum til að geta stundað staðnám. Þetta er reikningsdæmi sem gengur illa upp. Nú eða að nemar þurfi sjálfir að greiða bólusetningar upp á tugi þúsunda til að mega fara inn á spítalana í verknám eða greiða fyrir námskeið í endurlífgun sem er skylda að fara á. Til að láta reikningsdæmið ganga upp þurfa nemar oft að vinna meira en góðu hófi gegnir með skólanum, sem hefur þær afleiðingar í för með sér að nemar eru oft undir miklu álagi. Eydís Sigfúsdóttir HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM ? Áfangi um áföll og andlega líðan ætti að vera skylduáfangi Aldur 26 ára Stjörnumerki Naut

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.