Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Hvaða bakgrunn í námi ert þú með og hvenær útskrifaðist þú úr því námi? Ég útskrifaðist úr viðskiptafræði árið 2005 frá Tækniháskóla Íslands. Hvar starfaðir þú áður en þú ákvaðst að skipta um starfsferil? Ég vann á hjúkrunarheimili á sumrin þegar ég var í framhaldsskóla og fann að það átti vel við mig. Seinna meir starfaði ég við ýmis störf í fjármálageiranum meðal annars í bönkum og greiðslumiðlun. Hvers vegna varð það nám fyrir valinu á sínum tíma og hvað varð til þess að þú ákvaðst svo að venda kvæði þínu í kross og sækja um nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólagráðu? Það var gamall draumur sem blundaði alltaf í mér að verða hjúkrunarfræðingur, alveg frá því að ég mjög ung. Ég reyndi einu sinni að komast inn og ætlaði alltaf aftur en lét ekki verða af því og svo liðu 20 ár. Ég hef svo á undanförnum árum skráð mig fjórum sinnum í hjúkrunarfræði en alltaf hætt við vegna þess að mér finnst fjögur ár of langur tími. Þegar ég sá svo þessa námsleið auglýsta ákvað ég að láta á það reyna og var að útskrifast núna í haust. Hvernig var umsóknarferlið, er einhver hámarksfjöldi á þessari námsleið? Til að geta sótt um inngöngu í námið þarf að taka áður í forkröfum 40 einingar í hjúkrunarfögum. Það er mismikið hvað hver fær metið en ég þurfti að klára fimm fög sem voru lífeðlisfræði 1 og 2, frumulífeðlisfræði, líffærafræði, sál- og félagsfræði. Það eru teknir að hámark 20 nemendur inn í námið í hvert sinn. Var námið meira krefjandi en þú áttir von á? Þetta er mjög krefjandi nám enda verið að taka námsefni sem er kennt á fjórum árum á tveimur og hálfu ári (með forkröfum). Við erum í skóla og verknámi 11 mánuði á ári. Þessi hópur tekur öll fög og verknám eins og fjögurra ára leiðin, það eina sem er undanskilið hjá okkur er lokaritgerð enda er ég búin að skrifa lokaritgerð í öðru háskólanámi. Nemendur sem taka hjúkrunarfræði á fjórum árum en hafa áður lokið öðru háskólanámi geta líka fengið lokaritgerð metna og þurfa því heldur ekki að skrifa aðra. Nemendur á leiðinni fyrir fólk með annað háskólapróf fá engan afslátt varðandi kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarnáms í Háskóla Íslands. Kostir og gallar sem fylgja því að skipta um starfsferil? Það sem skiptir máli er að fólk geri það sem það langar til í lífinu og nýti þau tækifæri sem eru í boði. Mér finnst ég mjög heppin að fá að prófa nýja hluti, kynnast nýju fólki og láta gamlan draum rætast. Hvaða fag fannst þér skemmtilegast í náminu? Hjúkrunarfögin, heilbrigðismat og verklegu tímarnir í færnisetrinu. Er eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Já það mætti vera meira af verklegum tímum í skólanum að mínu mati. Gætir þú hugsað þér að starfa sem hjúkrunarfræðingur erlendis í framtíðinni? Já, það kæmi alveg til greina, þetta nám býður upp á fjölbreytta möguleika við ýmis störf bæði á Íslandi og erlendis. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Ekkert ákveðið, enn sem komið er, mig langar að öðlast meiri starfsreynslu áður en ég tek ákvörðun um framhaldsnám. Eftirminnilegasta kennslustundin? Þegar við vorum að læra að taka blóðprufur og setja upp æðaleggi. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Ég hef kynnst mörgum flottum hjúkrunar- fræðingum í þessu námi sem hafa miðlað af reynslu sinni, leiðbeint og hvatt mig áfram og ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir. Hvernig nærir þú andann? Með því að dansa og kenna zumba, vera með vinum og fjölskyldu og fara út í náttúruna. Hjúkrunarfræðineminn Carolin Karlsen Guðbjartsdóttir Lét drauminn rætast þegar boðið var upp á nýja námsleið í hjúkrunarfræði „Ég hef svo á undanförnum árum skráð mig fjórum sinnum í hjúkrunarfræði en alltaf hætt við vegna þess að mér finnst fjögur ár of langur tími.“ Aldur 46 ára Fjölskylduhagir Gift og á fjögur börn HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.