Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 66
64 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Meirihluti hjúkrunarfræðinga er óánægður með launakjör sín samkvæmt niðurstöðum kjarakönnunar sem gerð var í haust. Þrátt fyrir það eru flestir ánægðir í starfi. Helmingur hjúkrunarfræðinga hefur oft mætt til vinnu við aðstæður þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Þriðjungur hefur íhugað af alvöru að hætta á síðustu tveimur árum. Niðurstöður kjarakönnunar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga lágu fyrir þann 14. september síðastliðinn. Markmið kjarakönnunarinnar var að kanna viðhorf og væntingar hjúkrunarfræðinga fyrir næstu kjarasamninga. Svarhlutfall í könnuninni var mjög gott, eða 64,2%. Hér eru helstu niðurstöður en þær voru fyrst kynntar á kjararáðstefnu Fíh í byrjun október. Alls sögðust 69% hjúkrunarfræðinga vera ánægð í starfi þegar á heildina er litið, 18,4% mjög ánægð í starfi og rúmur helmingur fremur ánægður. Aðeins 1,6% eru mjög óánægð í starfi og 6,5% fremur óánægð. Munurinn er lítill þegar litið er til bakgrunnsbreytna á borð við kyn og aldur. Fáir ánægðir með launakjörin Meirihluti hjúkrunarfræðinga sem svaraði könnuninn, eða 58,8%, er óánægður með launakjör sín, samanborið við 14,2% sem eru ánægðir eða fremur ánægðir. Aðeins 2,4% eru mjög ánægðir með launakjörin. Meirihluti hjúkrunarfræðinga ánægðir í starfi en óánægðir með launakjör Umsjón: Kjarasvið Fíh Kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Það skiptir miklu máli fyrir 36% þeirra sem svöruðu könnun- inni að hafa möguleika á yfirvinnu, svipað stór hópur, 35%, segir það skipta sig litlu eða engu máli. Það skiptir mun meira máli yfir yngri aldurshópa en þá eldri, 56,9% í þeim yngsta samanborið við 19,3% í aldurshópnum 60 ára og eldri. Spurt var hvaða atriði eigi helst að ákvarða endanlega launasetningu hjúkrunarfræðinga á stofnunum, en starfs- lýsing, menntun og miðlægur kjarasamningur vógu þar þyngst. Mynd 1. Á Heildina Litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu í starfi þínu? 50,6% 23% 18,4% 6,5% 1,6% Fremur ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Í meðallagi Fremur óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) Mynd 2. Á Heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með launakjör þín? Fremur ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Í meðallagi Fremur óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) 2,4% 11,8% 27% 32,6% 26,1%

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.