Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 69
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 67 Mynd 1. Þróun fjölda einstaklinga og stöðugilda hjúkrunarfræðinga á Landspítala 2005-2019 Mönnun í hjúkrun á Landspítala Fjöldi starfa hjúkrunarfræðinga (stöðugildi) Árið 2005 störfuðu 1.207 hjúkrunarfræðingar á Landspítala í 938 stöðugildum og árið 2019 voru þeir 1.654 í 1.221 stöðugildum. Hér eru, bæði árin, undanskildir þeir hjúkrunar- fræðingar sem eru í launalausu leyfi, launalausum veikindum, barnsburðarleyfi eða foreldraorlofi. Stöðugildum (stg.) hjúkrunarfræðinga fjölgaði að meðaltali um 2,2% á ári á þessu 15 ára tímabili eða um 27 hjúkrunarfræðinga í 20 stg. á ári. Á sama tíma hefur íbúum landsins fjölgað um 1,5% á ári, 65 ára og eldri um 3,3% og gistinóttum útlendinga á hótelum og gistiheimilum um 24% (Hagstofa Íslands 2022). Mest fjölgaði hjúkrunarfræðingum á bráðadeild í Fossvogi, vökudeild (nýburagjörgæslu), bráðalyflækningadeild (ný deild), útskriftardeild aldraðra (ný deild) og á gjörgæsludeild á Hringbraut. Í vissum tilfellum er takmörkuðu framboði á hjúkrunar- fræðingum mætt með því að ráða nemendur í hjúkrunarfræði á síðustu námsárum til starfa við hjúkrun undir leiðsögn • Er nægilegt framboð af íslenskum hjúkrunarfræðingum til að mæta þörf fyrir nýliðun á Landspítala? • Getur ráðning erlendra hjúkrunarfræðinga leyst mönnunarvanda í hjúkrun á Íslandi? • Er hjúkrunarfræðingum sem vinna við annað en beina hjúkrun að fjölga á Landspítala? • Eru hjúkrunarfræðingar að færa sig úr vaktavinnu yfir í dagvinnu? • Er aukning á veikindafjarvistum? • Er aukning á breytilegri yfirvinnu? hjúkrunarfræðinga. Þessi störf eru ekki hluti af þeirra námi heldur vinna samhliða því. Fjöldi þeirra hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2006, eða úr 33 stöðugildum að meðaltali í 70 árið 2019. Hér eru taldir bæði heilsársstarfsmenn sem vinna samhliða námi og sumarstarfsmenn. Aldurssamsetning hjúkrunarfræðinga á Landspítala breyttist mikið á árunum 2005-2019. Mesta hlutfallsleg fækkunin var meðal hjúkrunarfræðinga á miðjum aldri (41-60 ára) eða úr 35% í 24% sem er lækkun um rúm 30%. Ein ástæða hlutfallslegrar fækkunar í þessum aldurshópi er að fáir hjúkrunarfræðingar útskrifuðust hér á landi á árunum 1985- 2000 eða á bilinu 52-67 á ári en til samanburðar útskrifuðust 123 árið 2017. Mest hefur hlutfallslega fjölgun starfandi hjúkrunarfræðinga orðið í elsta aldursflokknum (61-70 ára) sem var 4% hjúkrunarfræðinga árið 2005 en 15% árið 2019, eða nærri fjórföldun. 93 8 90 8 93 8 97 2 1. 00 5 99 5 1. 02 7 1. 00 2 1. 02 7 1. 08 4 1. 08 1 1. 09 2 1. 12 9 1. 19 0 1. 22 1 1. 20 7 1. 20 8 1. 24 3 1. 30 4 1. 32 5 1. 31 7 1. 35 0 1. 34 2 1. 38 8 1. 45 5 1. 44 9 1. 50 6 1. 54 1 1. 58 4 1. 65 4 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Stöðugildi Fjöldi Nokkrar spurningar voru hafðar að leiðarljósi við vinnslu þessara greinar Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.