Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 72
70 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala voru 94 leyfi (44%) veitt erlendum ríkisborgurum, en þeir voru fjórðungur nýráðninga á Landspítala árið 2019 og 46% þeirra sem voru með sína fyrstu ráðningu á spítalanum (n=51) (Embætti landlæknis, 2020). Sjúkraliðar á Landspítala Sjúkraliðar eru ein mikilvægasta samstarfsstétt hjúkrunar- fræðinga og mönnun stéttarinnar hefur mikil áhrif á starfs- umhverfi hjúkrunarfræðinga. Árið 2019 störfuðu 577 sjúkra- liðar á Landspítala í 397 störfum. Um 80% stöðugilda sjúkraliða eru í vaktavinnu. Sjúkraliðum á Landspítala hefur fækkað, en á árum 2016-2019 var fækkunin að meðaltali um 15 stöðugildi á ári eða 3,5%. Sjúkraliðum á miðjum aldri hefur líkt og hjá hjúkrunarfræðingum fækkað mikið. Hlutfall 41-50 ára af heildarmannafla lækkaði úr 31% árið 2005 í 15% árið 2019. Hlutfall sjúkraliða sem eru að komast á lífeyrisaldur á árunum 2020-2030 er 37%, hlutfall sjúkraliða á aldrinum 60 ára og eldri hefur hækkað úr 13% árið 2005 í 23% árið 2019. Starfsmannavelta meðal sjúkraliða var mest árið 2019 eða 16%, mun hærri en hjá hjúkrunarfræðingum og veikindahlutfall 10,3%. Árlegum útgefnum starfsleyfum Mynd 7. Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á Íslandi Mynd 8. Þróun fjölda útgefinna starfsleyfa hjúkrunarfræðinga 2008-2019 103 105 104 126 117 92 135 120 112 117 123 y = 1,6182x + 104,29 0 20 40 60 80 100 120 140 160 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 105 104 126 117 92 135 120 112 117 123 123 120 30 11 10 16 9 12 34 32 33 16 25 94 0 50 100 150 200 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild Ríksendurskoðun Heimild Embætti landslæknis og Ríkisendurskoðun Íslenskir hjúkrunarfræðingar Erlendir hjúkrunarfræðingar Alls sjúkraliða hefur fækkað um 5% eða að meðaltali um sjö á ári. Milli áranna 2018 og 2019 nær tvöfaldaðist fjöldi sjúkraliða með erlent ríkisfang. Árið 2019 voru 5% sjúkraliða í vaktavinnu með erlent ríkisfang. Samsetning mannafla hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Þegar skoðuð er hlutfallsleg skipting starfstétta á Landspítala kemur í ljós að hlutfall hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða af heildarmannafla Landspítala lækkaði um 13% frá 2010- 2019. Það var 47% árið 2010 en hafði lækkað í 41% í janúar 2020. Þessi fækkun hefur fyrst og fremst orðið frá árinu 2017. Mest áhrif eru vegna þess að hlutdeild sjúkraliða í heildarmannafla hefur stöðugt lækkað frá árinu 2007 og hlutfall hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra frá árinu 2015. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslegur fjöldi deildarstjóra í hjúkrun af heildarfjölda hjúkrunarfræðinga hefur lækkað úr 2,8% árið 2007 í 1,5% árið 2020 eða um 45%. Enn fremur hefur orðið hlutfallslega mikil lækkun í öðrum mikilvægum samstarfsstéttum eins og hjúkrunar- og móttökuriturum, úr 1,1% árið 2007 í 0,7% árið 2020 eða um 36%, starfsmönnum í aðhlynningu hefur fækkað úr 3,9% árið 2007 í 1,0% árið 2020 eða um 74%.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.