Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 7
rannsaka notagildi hennar. Hefir hann nýlega gefiS út rit
um rannsóknir sínar og niðurstöður. Aðferðinni verður
eigi lýst hér nema með almennum orðum. Ákveðið magn
af blóði hins grunaða er vegið eða mælt. Blóðið er síðan
hitað í vatnsbaði, gufar þá vínandinn upp úr því og bland-
ast tilteknu magni af sérstöku efni, með ákveðnum styrk-
leika (kalium-bichromat leyst í hreinni og sterkri brenni-
steinssýru). Vínandinn veldur efnabreytingum í þessari
blöndu, og er þá hægt að mæla og reikna út, hve miklu
vínandinn nemur í blóði mannsins. En ekki verður hér
farið nánar út í þá sálma.
Prófessor Widmark hefir, í samvinnu við sænsku lög-
regluna, gert mikið af rannsóknum á blóði ökumanna, sem
grunaðir voru um ölvun. Auk mælinga á áfengismagni
blóðsins var gerð almenn læknisrannsókn á hinum grun-
uðu, til þess að bera mætti saman ytri einkenni ölvunar-
innar og það áfengismagn blóðsins, er fannst við efna-
greininguna. Heildarniðurstaða þessara rannsókna var sú,
í stuttu máli, að þeir, sem höfðu minna áfengismagn í
blóði en 0,6 af þúsundi, töldust algáðir eða fullfærir um
akstur.
Væri áfengismagnið 1 af þúsundi, reyndist þriðjungur
hinna grunuðu ölvaður. Þegar það var um 1,5 af þúsundi,
voru hér um bil 70 % ölvaðir; en væri áfengismagnið 2—3
af þúsundi, reyndust ölvaðir 90—100% þeirra, sem rann-
sóknin var gerð á.
Af þessu er Ijóst, að samkvæmt þessum rannsóknum
teljast menn skilyrðislaust ölvaðir, sé áfengismagn í blóði
3 af þúsundi eða meira. En sé það minna, er ekki hægt að
byggja úrskurð á áfengismælingunni einni saman. Hins
vegar getur hún verið mikilvægur stuðningur, með hlið-
sjón af vitnisburði lögreglumanna eða annarra, en þó
einkum, ef almenn læknisrannsókn er látin fara fram á
andlegu og líkamlegu ástandi ökumannsins. Slík rannsókn
Heilbrigt líf
133