Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 77
/
Bjarni Bjarnason,
læknir:
HUGVEKJA UM HÆGÐALEYSI
Meðferð hægðaleysis er eitt af hinum algengustu og um
leið þýðingarmiklu hlutverkum hins almenna læknis.
Það er þreytandi, leiðinlegt og vanþakklátt verk að
skrifa lyfseðla um ný og ný hægðalyf, sterkari með
hverjum mánuðinum, sem líður, án þess að nokkur viðun-
andi árangur náist, nema síður sé. Á hinn bóginn er það
jafnskemmtilegt og þakklátt að finna orsakir og undirrót
slíkra truflana hjá sjúklingum sínum, og grafast fyrir um
rætur þeirra.
Þannig má oft takast að firra fólk óþægindum og þján-
ingum, sem það hefir, ef til vill, barizt við árum saman.
Sjúkdómar, sem valda hægðatregðu, eru margvíslegir.
Sé ekki tekið fyrir þá í fíma, geta þeir haft í för með
sér ýmislegar og alvarlegar afleiðingar. Yfirleitt tekur
fólk lítið mark á hægðaleysi. Mörgum finnst það ekki eiga
skylt við sjúkdóma. Þó ganga sumir viku, eða jafnvel
hálfan mánuð, án þess að hægja sér, og tæmast þá með
þrautum og firnum, sem standa klukkutímum og jafnvel
dögum saman.
Slíkar truflanir stafa yfirleitt af sjúkdómum í melt-
ingarvegunum, eða utan þeirra, sem eru meira eða minna
varhugaverðir fyrir heilsu og velferð sjúklingsins. Ýmsa
alvarlega fylgikvilla getur svo leitt af hægðaleysinu og
sigla þeir í kjölfar þess, hver á eftir öðrum, sé lækning
dregin á langinn og vanrækt of lengi.
Heilbrigt líf
203