Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 69
felldu, má enn vænta stórfelldra framfara í þeim efnum
og öðrum, er að læknisvísindum lúta. En ekki má samt
gleyma því, að ein þeirra uppgötvana, sem einna áþreif-
anlegast hafa orðið til blessunar fyrir alda og óborna,
kúabólusetning Jenners, var gerð í lok 18. aldar, alllöngu
fyrr en heita mátti, að nokkur vísir til sýklafræði væri
til. Það má kalla, að þessi uppgötvun markaði tímamót
í sögu læknisfræðinnar, því að þangað til gat ekki heitið,
að neinar teljandi framfarir hefðu orðið í því að koma í
veg fyrir sjúkdóma, né að lækna þá frá því í fornöld,
meira að segja var afturför á sumum sviðum. Lærdómur
læknanna var að einu leyti byggður á kenningum „feðra
læknisfræðinnar“, Hippokratesar og Galens, einkum hins
síðarnefnda, en hann skorti andlegt atgervi á við Hippo-
krates og var óraunsærri en hann. Að hinu leytinu byggðist
þáverandi læknisfræði á trúarkreddum og hjátrú. Ef blað-
að er í íslenzkum miðaldaritum, rekst maður á mörg
dæmi um þær hugmyndir, sem menn gerðu sér um or-
sakir sjúkdóma og fyrirboða fyrir þeim. Að vísu vorú
höfundarnir ekki læknisfróðir, en þeir voru greindir menn
og fræðimenn, og engin ástæða er til að ætla, að hug-
myndir þeirra hafi stungið mjög í stúf við læknisfræði
þeirra tíma. Hér eru 2 dæmi af mörgum:
1. Úr Biskupaannálum séra Jóns Egilssonar (Safn I.
bls. 128. — Jón Egilsson var fæddur 1548 og enn á lífi
1634):
„Anno 1573, þar um, sá einn maður hjá Auðsholti eina
kind undarlega á efri ferjustaðnum. Hann sagði, að hún
hefði verið skjöldótt og vaxin eins og önnur gaflkæna
með langri trjónu fram, en snubbótt aftur fyrir. Þar eftir
kom sótt, en ekki mikil, og önnur bóla í manna minn-
um,.... Sú kind, sem að sást anno 1573 hjá Auðsholti,
hún sást og hjá Höfða fyrir miklu bóluna með sama lit
og vexti — og var sá sannorður, er hana sá — 1555“.
Heilbrigt líf
195