Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 88

Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 88
stéttar, og öllu heldur mótblástur, svo einföld og augljós sannindi, sem hún hefir þó haft að flytja, þá má þó á ýmsu merkja, að al- menningur hefir ekki daufheyrzt við henni með öllu. Þetta er nú svartsýnin, sem sumir kollega minna hafa borið mér á brýn. Reynsla min nú um hálfan fimmta tug ára bendir mér eindregið á það, að hrörnunarkvillar hafi farið vaxandi hér á íslandi ekki síður en meðal annarra menningarþjóða. Ég viðurkenni fyllilega, að læknisfræðinni hefir tekizt að vinna bug á ýmsum næmum sjúk- dómum, allt frá tímum Pasteurs, Listers og annarra mætra vísinda- manna. Hinu verður tæplega neitað, að sjúkdómar eins og tann- veiki, botnlangabólga, taugabilunarkvillar, sjúkdómar í innkirtlum, ýmsir sjúkdómar í hálsi og beinholum andlits, í hjarta og æðum, að ógleymdu krabbameininu, séu orðnir tíðari en áður, enda um marga þessara kvilla sannað með tölum og rökum, sem ekki verða hrakin, að um verulega aukningu sé að ræða á undanförnum áratugum. Ég hygg, að allmargir héraðslæknar í fjölmennum héruðum þessa lands séu mér sammála um þetta, og sumir þeirra hafa skrifað mér það álit sitt. Ég hefi ennfremur haldið því fram, að það þætti sannað mál meðal merkustu manneldis’fræðinga heimsins, að unnt væri að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma og marga aðra. Vil ég sem slíka nefna Alexis Carrel, Bircher Benner, Sir Arbuthnot Lane, Mc Cann, Are Waerland og Hindhede. Fyrir bein eða óbein áhrif þessara manna er það, að Parlamentið í London hefir nú bannað að gera brauð úr hvítu hveiti. Ur hveitinu má ekki sigta meira en 15%. Þó er leyft að bæta við þetta mjöl 25% af hvítu hveiti, meðan gamlar birgðir endast. Ennfremur er víða í löndum hafinn áróður gegn hinum hvíta blíkta sykri á sama grundvelli og gegn hvíta hveitinu. íslendingar standa flestum þjóðum lakar að vígi að því er snertir öflun margra heilsuverndandi fæðutegunda. Island er aldinsnautt land. Þjóðin er vankunnandi um ræktun og notkun grænmetis. Hún er skilningssljó á notkun grastegunda og káls, sem vex hér villt. Sem vott um þá vankunnáttu og skilningsleysi má nefna, að meðan hollar jurtir, þrungnar fjörefnum og næringarsöltum, jurtir, sem vaxa svo að segja í hverju túni um allt land, svo sem heimulinn (njólinn), fíflablöð, súrur, og ýmsar aðrar, svo sem blóðberg, vall- humall, ljónslöpp o. fl. o. fl., eru látnar ónotaðar, þá etur fólkið ógrynni af rabarbaraleggjum, sem innihalda mikið af óhollum sýr- um, og dekrar við smekkinn með því að hauga í hann sykri, hvort 214 Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.