Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 40
og kornmat. í köldustu byggðarlögunum úti á hjara ver-
aldar, þar sem engum slíkum jarðargróðri er til að dreifa,
breytir hann alveg um, og lifir þá mestmegnis á dýrafæðu;
svo er t. d. um Eskimóana, sem oft hefir verið vitnað til.
En meiri hluti mannkynsins mun frá alda öðli hafa
farið meðalveginn, neytt bæði dýra- og jurtafæðu, meira
af annari og minna af hinni, allt eftir landsháttum og
öðrum atvikum. Enda mun það að jafnaði affarasælast,
því að hvor þessara fæðuflokka hefir margt til síns ágætis.
Eggjahvítan úr dýraríkinu er yfirleitt fullkomnari en
jurtaeggjahvíta. Sum vítamínanna er einkum að finna í
jurtaríkinu (B og C), önnur í dýraríkinu (A og D), og
þannig mætti lengi telja. Ef rétt er á haldið, geta því
þessir tveir flokkar bætt hvor annan upp.
Eins og diæpið var á í upphafi, er viðurværi vort hér á
landi nokkuð jöfnum höndum dýra- og jurtafæða. Eggja-
hvítuneyzlan er mjög rífleg, eftir því, sem gerist með
þeim þjóðum, er vér höfum mest kynni af, eða um 130
—140 gr. á mann á dag (miðað við 3000 orkueininga
dagsfæði), og er ekki ástæða til þess að amast við því.
Yér þurfum því ekki að óttast, að eggjahvítuskortur standi
oss fyrir þrifum, eins og víða hefir viljað brenna við með-
al fátækara fólksins, þótt ekki væri um verulegan fæðu-
skort að ræða að öðru leyti. En gjarna mættum við auka
grænmetisneyzluna frá því, sem almennt er nú.
Algerar jurtaætur munu engar vera hér á landi, og
er það vel farið, því að erfitt mundi til lengdar að fá hér
fullnægjandi fæðu úr jurtaríkinu eingöngu, og dýrt mundi
það mataræði verða.
Þegar talað hefir verið um jurtaætur í þessari grein,
hefir verið átt við þá, sem lengst ganga og afneita allri
dýrafæðu, hverju nafni, sem nefnist. En hinir munu
raunar vera fleiri, sem kalla sig jurtaætur, en neyta þó
bæði mjólkur og eggja. Þetta breytir mataræðinu að
166
Heilbrigt líf