Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 22
þykir ekki þörf á, að íslenzkir veitingamenn afli sér sér-
þekkingar á því starfi, eins og tíðkanlegt er erlendis.
Náttúrulækn- Forustumaður þeirrar hreyfingar, Jónas
mgar. Kristjánsson, læknir, hefir sent „Heilbr.
Lífi“ „Andsvör og athugasemdir“ út af rit-
dómi, sem kom hér í tímaritinu um bæklinginn „Sann-
leikurinn um hvítasykurinn“, og birtist grein læknisins
á öðrum stað í þessu hefti. Hr. J. Kr. þykir stefna sín, sem
hann hefir markað í manneldismálum, hafa mætt ómak-
legri andúð í „Heilbr. L.“. Og í grein hans gætir eigi lít-
illar gremju í garð ritdómarans — Dr. Júl. Sigurjóns-
sonar. — Það er leitt, þegar þeir, sem skoða sjg braut-
ryðjendur nýrrar stefnu, gerast kvartsárir að tilefnislitlu,
enda var ekki í nefndum ritdómi sveigt persónulega að
hr. J. Kr.
Ummæli hr. J. Kr. bera með sér, að honum þykir Dr. Júl!
Sig. helzt til ungur til þess að afkasta því vandaverki að
dæma um sykurbæklinginn. Út af þessu má benda á, að
Dr. Júl. Sig. lauk læknisnámi fyrir 11 árum, en hefir síðan
hlotið mikla vísindalega menntun. Háskólinn treystir hon-
um til þess að kenna heilbrigðisfræði, en landlæknir hefir
valið hann til þess að vera framkvæmdastjóri manneldis-
ráðsins. Ritstj. „Heilbr. L.“ hugði því rétt að snúa sér til
Dr. Júl. Sig. og óska þess, að hann dæmdi um sykur-
bæklinginn. En hr. J. Kr. telur bersýnilega, að ritdómar-
inn hafi ekki nóg til brunns að bera, til þess að glöggva
sig á þessari merkilegu bók.
Ritstjóri „Heilbr. L.“ leyfði sér að vænta þess, að form.
Náttúrulækningafélagsins yrði betur á verði við val næstu
bókar í væntanlegum ritaflokki, þar eð téður bæklingur,
„Sannleikurinn um hvítasykurinn“, er mjög öfgafullur og
óábyggilegur, og hvorki fallinn til þess að glöggva almenn-
ing á manneldismálum, né sjúkdómafræði. Þeir, sem vilja
148
Heilbrigt líf