Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 66
benda á, að heilbrigðisnefndirnar stuðli að utanhúsþrifn-
aði og árlegri hreinsun lóða.
SkoíSunaraíSgeríSir eftir kröfu lögreglustjóra.
Hér er lýst líkskoðun með krufningu 11 manna. 3
létust eftir bílslys, 3 lík voru sjórekin o. s. frv. Það er
athyglisvert, hve tiltölulega sjaldan íslenzk lögregla læt-
ur kryfja lík eftir snöggan og voveiflegan dauðdaga.
Allar skoðunaraðgerðirnar voru gerðar í Rannsóknastofu
Háskólans.
Töflur.
Aftast í Heilbrigðisskýrslunum er mikill fróðleikur í
20 töflum um alls konar sjúkdóma í hverju læknishéraði
út af fyrir sig, um störf ljósmæðra o. fl. I einni töfl-
unni er yfirlit um heilbrigðisstarfsmenn, og ber hún
með sér, að fjöldi þeirra er, sem hér áegir: Læknar eru
145, og eru 50 þeirra embættislæknar. Lyfsalar 14, tann-
læknar 12. Lærðar hjúkrunarkonur 125, nemar 38. Ljós-
mæður 182. Enn er ótalinn fjölmennasti hópurinn sem
sé 210 hundahreinsunarmenn. Enginn veit að hvaða not-
um starf þeirra kemur. Um það eru engar rannsóknir
gerðar.
Aftan við ritið er ágrip af skýrslunum á ensku.
Heilbrigðisskýrslur 1939 hafa óhemju fróðleik að geyma,
og liggur meiri vinna í að semja slíkt rit, en flesta grun-
ar. Skýrslurnar verða með tímanum ótæmandi uppspretta
fyrir þá, sem vilja semja menningarsögu þess tímabils,
er þær ná yfir, og má nokkuð ráða það af þeim glefs-
um, sem hér eru upp teknar úr frásögn héraðslæknanna.
En þeir koma víða við, enda getur vart menn, sem
kunnugri eru högum almennings. í þessu ágripi er vitan-
192
Heilbrigt líf