Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 94
leg'gui’ mesta áherzlu á, mataræð-inu og hinum innri vörnum hvers
einstaklings?
Nei, læknar skyldu tala varlega um öfgar. Og vel mættu þeir
velta því fyrir sér, hvort vænlegra er til sigurs yfir sjúkdómunum,
að telja ástandið heldur lakara en það raunverulega er — þótt ég
viðurkenni ekki að hafa gert það —, eða hitt að telja sér og öðrum
trú um, að allt sé í bezta lagi og að heilsufar þjóðarinnar sé hið
ákjósanlegasta og 1 stöðugri framför, þrátt fyrir það að reynslan
og hagskýrslur sýni, að ýmsir kvillar, sem bera vott um líkamlega
hrörnun, aukist svo, að greinilegur munur sést frá einum áratug til
annars. Hræddur er ég um, að slælega hefði verið unnið að útrým-
ingu farsóttanna, ef læknar og alþýðan hefðu talið þær eðlilegar
og óhjákvæmilegar, eða huggað sig við, að þær hefðu verið skæðari
áður, og látið þar við sitja. En hér er nú sú bót í máli, að þótt
læknastéttin íslenzka sé hæstánægð með heilsufar landsmanna, þá
er almenningur það ekki.
Stutt svar
Ritstjóri „Heilbr. L.“ var svo góður að lofa mér að sjó þessæ
grein Jónasar Kristjánssonar, læknis, og bjóða mér rúm fyrir
athugasemdii', ef mér þætti ástæða til, og kann ég honum þakkir
fyrir.
Þótt Jónas Kristjánsson komi víða við í grein sinni, veitist hann
aðallega að mér fyrir þá óhæfu, að ég skyldí gera lítið úr bókinni
„Sannleikurinn um hvíta sykurinn" eftir hinn „þekkta héilsufræð-
ing Are Waerland“ (sbr. formála bókarinnar), í ritdómi, er ég
skrifaði í þetta tímarit fyrir rúmlega ári („Heilbr. L.“ 3.—4. h.
1941). Það er líklega til þess að rétta hlut A. Waerlands eftir þessa.
ómaklegu árás, að J. Kr. hefir nú hækkað hann í tigninni og dubb-
að hann upp í tölu hinna merkustu manneldisfræðinga heimsins,
við hlið þeirra Bircher-Benner, svissneska læknisins, sem vill aðeins
hi'áan mat, af því að meistarinn rnikli hefir ætlað öllum dýrum
merkurinnar að nærast á hrámeti, Hindhede, danska læknisins, sem
er jurtaæta og telur eggjahvítu skaðlega, umfram það minnsta, sem
komast má af með, Mc Cann, efnafræðings, sem Waerland vitnar
oft til, og' Lane, enska skurðlæknisins, sem J. Kr. segir afdráttar-
laust að sé „frægasti skurðlæknir Englendinga“ að auki. Hann fann
220
Heilbrigt líf