Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 10
sé. Fóturinn er nefnilega ekki allur þar, sem hann er séð-
ur, og ekki eins einfalt verkfæri og hann virðist vera fljótt
á að Iíta. Hann er gerður af mörgum beinum (12 auk tá-
kögglanna) og mynda þau tvær hvelfingar, aðra langsum
frá hæl og fram undir tær, en hina þversum, og er sú
lægri. Alls staðar, þar sem beinin mætast, eru á þeim liða-
mót, og geta þau því hreyfst sín á milli. Lítið ber á hreyf-
ingunum, nema í völuliðunum, svo lítið, að þeirra verður
ekki vart, nema við nána athugun. En þó eru þær nógar
til þess að fjaðurmagna ganginn. Hvelfingum fótanna er
haldið í réttum skorðum af vöðvum; eru sumir langir og
eiga upptök sín á fótleggjum, en aðrir stuttir, liggja eftir
endilöngum iljunum og festast á tærnar. Og það eru þessir
vöðvar, sem jafnframt því að hreyfa tærnar, eiga sinn
þátt í að gera ganginn fjaðurmagnaðan. Þegar nú hreyf-
ingar tánna eru hindraðar langa tíð, rýrna þessir vöðvar
nokkuð, og hættir því frekar við ofreynslu, ef mikið
reynir á.
Fæturnir hafa miklu hlutverki að sinna. Þeim er ætlað
að bera líkamann og færa hann úr stað, ekki eftir steypt-
um götum og sléttum gólfum, heldur um holt og móa,
urðir og skriður, mýrar eða skóglendi. I stuttu máli, þá er
þeim ætlað að vera flutningatæki líkamans og hlaupa eða
klöngrast, þar sem mannkindin kann að halda sig í það
og það skiptið. Og allt eiga þeir að gera þetta berir og
hlífðarlausir, því að náttúran hefir ekki hugsað oss fyrir
skófatnaði, né fatnaði af öðru tagi. Það höfum vér sjálfir
gert, sumpart af hégómagirni og sumpart af nauðsyn, og
verður nauðsynin á skjólflíkum því meiri, sem nær dregur
heimskautum og veðráttan verður ómildari. Á þetta jafnt
við um fótabúnað sem annan klæðnað. En auk þess er
nútímamanninum önnur þörf skófatnaðar og er orsök
hennar sú, hve ólíkt hann notar fætur sína frumstæða
manninum.
136
Heilbrigt líf