Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 49
Árið 1939 hófst fýlungatekja eyjarskeggja í ágústlok,
stóð yfir í 3 daga, og nam rúmlega 6 þúsundum fugla.
Fýllinn er sleginn í bjargi, en varpað í sjó og tekinn jafn-
harðan upp, svo að hann verði ekki sjóblautur. Þennan
fugl nefna eyjarskeggjar þurrfýl. Fuglinn er líka veiddur
með háf á sjó eða landi (flugfýll). Upp úr fýlungatekjunni
skall svo veikin allt í einu á, og veiktust 5 konur og 1 karl-
maður, sem öll höfðu reytt fýlunga og matbúið þá. Þetta
fólk var þungt haldið af einkennilegri lungnabólgu, sem
flutti sig til um lungun, og var leidd greinilegast í ljós
með röntgenskoðun, þó að lítt kæmi hún á stundum fram
við hlustun, og þá erfitt að bera kennsl á veikina. Læknir-
inn getur sér þess til, að menn smitist af sýklum úr ryki,
sem kunni að þyrlast úr fiðrinu við reytinguna, enda veld-
ur þurrfýll frekar sýkingu en blautfýll. Fýlungatekja er
nú bönnuð.
AtSrir næmir sjúkdómar.
Sjúklingafjöldi með lekanda 5 síðustu árin, sem skýrsl-
urnar ná til, eru á þessa leið:
1935 1936 1937 1938 1939
665 632 597 648 492
Þessar tölur bera með sér, að sjúkdómurinn hefir sízt
færzt í aukana þessi árin. Jafnfátt þessara sjúklinga hefir
ekki verið talið fram síðan árið 1933. Hannes Guð-
mundsson, kynsjúkdómalæknir við Landspítalann,
gefur ýtarlega skýrslu um sjúkdóminn. Læknirinn fer
varlega í að álykta um rénun lekanda, þó að sjúklingatal-
an dragist saman, en telur, að ýmsir muni nú læknaðir af
almennum læknum með hinum mikilvirku lyfjum, sem
læknavísindin hafa komizt að, m. a. M & B 693, sama
lyfið, sem notað er við taksótt. Hannesi Guðmundssyni
telst til, að notkun lyfjanna hafi stytt um þriðjung
Heilbrigt líf
175