Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 15

Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 15
líka hafðar á boðstólum, og báðir hagnast — kaupandi og seljandi. En það er fleira en lagið, sem athuga þarf. Efnið í skón- um er líka mikilsvert atriði. Efnið þarf að vera svo sterkt, að það þoli slit, og aflagist ekki fljótt við notkun; svo mjúkt, að það meiði ekki; svo þétt, að það haldi vætu, en þó svo gljúpt, að gufað geti gegnum það og fóturinn hald- ist þurr. Gott leður fullnægir öllum þessum skilyrðum. Þó vill verða misbrestur á þéttleikanum, þar sem vatnsagi er mikill, svo sem til sjós, á votlendi, við ýmsa vinnu, er að fiskverkun lýtur, og raunar eru mörg önnur vinnubrögð á landi hér, sem þarf við góðar hlífar. Reyndin er sú, að gúmmístígvél hafa útrýmt leöurstígvélunum algerlega, að heita má, við alla slíka vinnu, og er það skiljanlegt. Gúmmístígvélin eru handhæg, þjál í hreyfingum, jafn mjúk í frosti og hitum, létt, verja vel vætu, og geta verið samfelldar hosur upp í lærkrika, ef vill. En þau eru líka gallagripir. Annars vegar gufar ekkert í gegnum þau, svo að menn eru rakir af svita svo hátt, sem þau ná, og hins vegar styðja þau ekki fæturna; ennfremur leiða þau vel hita, svo að þau eru of heit í hitum, en ísköld í frosti. Er þetta því bagalegra, sem þeir menn, er mest nota þessi stígvél, hafa langar stöður og erfiðar. Á togurum er vinnu- dagurinn ákveðinn 16 stundir á sólarhring, en á línubát- um og við aðgerð í landi eru engin vökulög, og ekki heldur við síldveiðai'. Til þess að hvíla sig frá gúmmístígvélunum nota margir sjómenn legghá leðurstígvél með trébotnum, þegar því verður við komið (a. m. k. var það algengt fyrir 6—8 árum), og er slíkt mjög til bóta, það sem það nær. Myndi margur maðurinn þurfa að þola minna vegna fóta- veiki og bakraunar, ef heppilegur fótabúnaður væri til í stað gúmmístígvélanna. En því er verr, að þess mun eng- inn kostur; a. m. k. hefi ég hvergi heyrt eða séð getið um skófatnað, sem líklegur væri til að keppa við gúmmístíg- Heilbrigt líf 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.